Hraunsel

Almennar upplýsingar

Hraunsel er frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-4. bekk Hraunvallaskóla. Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefð· bundnum skóladegi lýkur fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára. 

Áramótin 2015-2016 var tekin upp ný gjaldskrá og með henni var tekið upp annarfyrirkomulag. Skráning í frístundaheimilin fer fram á „Mínum síðum“ á www.hafnarfjordur.is og skal fara fram fyrir 1. júlí fyrir haustönn, sem er ágúst til og með desember, og fyrir 1. desember fyrir vorönn, sem er janúar til og með júní. Uppsögn fyrir vorönn verður að tilkynna fyrir 15. desember annars framlengist umsókn til og með júní.

Gjaldskrá frístundaheimila 2016  Gjaldskra-Fristundaheimila-2016

Gjaldskrá, umsóknir og breytingar  Umsoknir-breytingar-og-greidslur

 

Upplýsingasíður fyrir Hraunsel er að finna á Facebook undir nöfnunum:

Frístundaheimilið Hraunsel 1.-2. bekkur

Frístundaheimilið Hraunsel 3.-4. bekkur

Þangað ætlum við að setja inn myndir og aðrar upplýsingar en aðeins foreldrar barna í Hraunseli verða samþykktir inn í hópana.

 

Best er að ná inn í Hraunsel með því að hringja í Söru verkefnastjóra í síma 664-5788 og á sarap@hafnarfjordur.is eða Írisi aðstoðarverkefnastjóra í síma 664-5757 eða á irisbb@hraunvallaskoli.is. Erfitt getur verið að ná í okkur á milli kl.13:00 og 14:30 og þess vegna biðjum við foreldra að hringja fyrir þann tíma í okkur með skilaboð.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is