Skólaþróun

Í Hraunvallaskóla er áhersla á þróunarstarf


Aðalnámskrá grunnskóla 2011

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar hefur  unnið verkáætlun fyrir alla grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar sem eru samstíga í að móta nýja vinnuferla og vinnubrögð í samræmi við lög og reglugerðir sem ný Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um. Markmið verkáætlunar er að samhæfa vinnulag innan sveitarfélags við innleiðingu aðalnámskrár grunnskóla í alla grunnskóla í Hafnarfirði. Sjá nánar hér.


Heilsueflandi grunnskóli 

Hraunvallaskóli er formlega þátttakandi í verkefni sem ber heitið Heilsueflandi grunnskóli á vegum Lýðheilsustöðvar. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins. Í heilsueflandi grunnskóla er sérstök áhersla lögð á eftirfarandi átta þætti skólastarfsins: Nemendur, mataræði/tannheilsa, heimili, geðrækt, nærsamfélag, hreyfing/öryggi, lífsstíll og starfsfólk. Sjá nánar hér.

Skrefi framar

Hraunvallaskóli er þátttakandi í þróunarvettvangi opinna skóla  á SV horni landsins.  Þátttökuskólar auk Hraunvallaskóla eru:  Akurskóli í Reykjanesbæ, Sjálandsskóli í Garðabæ, Ingunnarskóli og Norðlingaskóli í  Reykjavík. Skólarnir eiga það sammerkt að hafa verið hannaðir með það í huga námsumhverfi og skólastarf hæfi námi 21. aldarinnar. Starfið fer að miklu leyti fram í opnum rýmum og hönnun tekur mið af fjölbreyttu hópastarfi, teymisvinnu kennara og annarra starfsmanna um nám og kennslu, einstaklingsmiðun og notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Einkunnarorð verkefnisins eru: „Við komumst skrefi framar – saman“! 


Skýrsla um verkefnið

Stolt siglir fleyið - Þróunarverkefni um námsmat

Skólaárið 2012-13 var unnið þróunarverkefni um námsmat sem ber heitið Stolt siglir fleyið. Markmið verkefnisins var að skipuleggja og þróa námsmat sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum og er einstaklingsmiðað, þ.e. með nemandann í forgrunni.  Leitast var við að mæta nýjum áherslum í námsmati sem kveðið er á um í aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 og skólastefnu Hafnarfjarðar. 

Kynning

Skýrsla um verkefnið

Samstarf leik- og grunnskóla

Hraunvallaskóli fékk viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2010 fyrir þróunarverkefni um samstarf grunn- og leikskóla. Samstarf milli skólastiganna hefur verið í stöðugri þróun síðan en segja má að nemendur hefji skólagöngu sína við tveggja ára aldur og ljúki henni við sextán ára aldur.

Afrakstur  þróunarverkefnisins birtist í sameiginlegu þemastarfi tvisvar á ári og skipulögðu samstarfi elstu barna leikskólans og 1. bekkja tvisvar í viku auk þess sem þau fara árlega saman í skógræktina og gróðursetja. Vinabekkir eru einnig á milli skólastiganna og þar er t.d. 5. bekkur vinabekkur við yngri deildir leikskólans og 6. bekkur vinnur með elstu börnum leikskólans að útskriftarverkefni Hlíðarbarna á vormánuðum. Þá hafa nemendur í 9. og 10. bekk kost á því að velja að vinna í leikskóla sem hluti af valgreinum unglingastigs.Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is