Matsteymi Hraunvallaskóla

Matsteymi er hluti af innra mati grunnskóla. Þar fer fram fagleg ígrundun og greining á gögnum um skólastarfið þar sem mat er lagt á hversu vel tekst að ná þeim gæðum og þeim árangri sem stefnt er að út frá fyrirfram ákveðnum viðmiðum. Matið gerir skólum kleift að kynnast starfi sínu vel og að finna bestu leiðirnar til umbóta fyrir nemendur. Innra mat er samvinnuverkefni alls skólasamfélagsins og allir hagsmunahópar þurfa að koma að helstu þáttum matsferlisins, eftir því sem við á.  Skólastjóri ber ábyrgð á innra mati í sínum skóla en mikilvægt er að framkvæmd og utanumhald þess dreifist á fleiri aðila.  Lagt er upp með að allir hagsmunaðilar eigi fulltrúa í því. 

Matsteymi Hraunvallaskóla var stofnað skólaárið 2017-18 en ákveðið var að Skólaráð Hraunvallaskóla yrði jafnframt  matsteymi skólans frá og með skólaárinu 2018-2019. Fundargerðir matsteymis birtast í fundargerðum skólaráðs frá þeim tíma.

Eldri fundargerðir 

Kynning á umbótavinnu 19.02. 2018


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is