Viðbragðsáætlanir

Áfallaáætlun

Í hverjum skóla þarf að vera til áætlun um viðbrögð ef upp koma slys í nemenda- eða starfsmannahópnum. Hér er hægt að nálgast áfallaáætlun Hraunvallaskóla.

Rýmingaráætlun

Þegar rýma þarf skólann, t.d. þegar upp kemur eldur, er unnið eftir rýmingaráætlun skólans rýmingaráætlun skólans.

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), skipuð framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, fól SHS að útbúa, í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Jafnframt var SHS falið að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar í samræmi við þessar reglur, eftir atvikum í samráði við lögreglu, fræðsluyfirvöld og aðra.Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is