Náms- og starfsráðgafi

Náms- og starfsráðgjafi er Guðný Eyþórsdóttir

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Þeir eru trúnaðarmenn og talsmenn nemenda. Þeir eru bundnir þagnarskyldu um einkamál nemenda.

Í Hraunvallaskóla er starfandi náms- og starfsráðgjafi. Hlutverk hans er að standa vörð um velferð allra nemenda. Hann er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda og bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda. Allir nemendur og forráðamenn þeirra eru velkomnir til náms- og starfsráðgjafa. Náms- og starfsráðgjafi í Hraunvallaskóla er Guðný Eyþórsdóttir. Hægt er að hafa við námsráðgjafa með því að senda póst á gudnyey@hraunvallaskoli.is

Nánar um störf náms- og starfsráðgjafa     

Hlutverki náms- og starfsráðgjafa er stundum skipt í fjóra meginflokka: Fyrirbyggjandi, græðandi, fræðandi og þroskandi.

  • Fyrirbyggjandi: Það grundvallast á því að skapa hverjum nemanda sem bestar aðstæður í skólanum og greiðan aðgang að aðstoðarmanni.
  • Græðandi: Er trúnaðarmaður og málsvari nemenda og aðstoðar þá við lausn persónulegra vandamála sem hindra þá í námi.
  • Fræðandi:  Safnar og miðlar upplýsingum um nám og störf, annast náms- og starfsfræðslu eða aðstoðar þá sem sinna henni sem og fræðslu um námstækni. Hann sinnir tengslum við önnur skólastig og atvinnulíf.
  • Þroskandi: Stuðlar að auknum skilningi nemenda á eigin stöðu og möguleikum í námi og starfi og þjálfar þá til sjálfsábyrgðar.

 Persónuleg ráðgjöf og stuðningur

Persónuleg ráðgjöf miðar að því að veita nemendum stuðning svo að þeir nái settu marki í námi sínu og skólagangan nýtist sem best. Persónuleg vandamál geta haft þau áhrif að þau hamla nemandanum í námi. Vandamálin geta verið af ýmsum toga s.s. námsleg, félagsleg eða tengd samskiptum. Aðstoð náms- og starfsráðgjafa miðar að því að hjálpa nemendum að leita lausna.

 Ráðgjöf um vinnubrögð og námstækni

Ólíkum nemendum henta ólíkir námsstílar.  Markmið fræðslu og ráðgjafar í námstækni er að nemendur finni út hvaða leiðir skila þeim bestum árangri. Náms- og starfsráðgjafi leiðbeinir nemendum m.a. í/með:

  • Að skipuleggja og meta eigin námsaðferðir og námsvenjur
  • Skipulagningu á námi
  • Minnis-, lestrar- og glósutækni
  • Vinnulag í einstökum greinum
  • Ritgerðarsmíð
  • Skipulagningu á prófundirbúningi og próftöku

 Hópráðgjöf og fræðsla

Náms- og starfsráðgjafi býður upp á fræðslu í stærri eða smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum t.d. vegna náms- og starfsvals, námstækni og samskiptamála.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is