6.2.2024 : Foreldrabréf fyrir febrúar

Hér er foreldrabréfið fyrir febrúar. Það er margt skemmtilegt um að vera hjá okkur á næstunni og vil ég sérstaklega taka fram að miðasala fyrir söngleikinn okkar um Ávaxtakörfuna hefst þann 15. febrúar en sýningar verða 1. og 2. mars. Fyrsti líðanfundurinn okkar fór fram í dag og hlökkum við til að eiga þessa fundi með ykkur öllum.


16.1.2024 : Opið fyrir haustinnritun í grunnskóla og frístundaheimili

B010BCB8-2184-4F5A-A3F5-9CB158778DCAOpnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2024 og er fyrsta viðmið um umsóknarfrest 1. febrúar. Samhliða hefur verið opnað fyrir skráningu nemenda í frístund á frístundaheimili hvers og eins skóla. Innritun barna í grunnskóla og frístund er á ábyrgð foreldra/forsjáraðila. 

...meira

16.1.2024 : Opið fyrir skráningu á frístundaheimili 2024-2025

Opið er fyrir skráningu á frístundaheimili Hafnarfjarðarbæjar fyrir skólaárið 2024-2025. Frístundaheimilin eru í boði fyrir börn í 1. – 4. bekkjum grunnskólanna og starfa við alla grunnskóla bæjarins. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is