9.4.2021 : Framundan í apríl

4.-bekkur-7.-april-2021Nú er aprílmánuður kominn á fullt og ýmislegt framundan. Sumum atburðum þurfum við því miður að aflýsa, öðrum höfum við frestað og á meðan reynum við að halda í það sem við getum. Við leggjum miklar áherslur á sóttvarnir þ.e. handþvott, spritt og þrif milli hópa og er frábært að sjá hve nemendur eru duglegir að hjálpa okkur þar. Við höfum gert ýmsar breytingar hér innanhúss til þess að fylgja eftir þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. Mikilvægast er að öllum líði vel bæði nemendum og starfsfólki. Við höldum áfram að gera þetta saman því þannig vinnum við þessa baráttu.

...meira

8.4.2021 : Blái dagurinn 9. apríl

Á bláa daginn, sem er 9. apríl að þessu sinni, klæðumst við bláu og fögnum fjölbreytileikanum með einhverfu snillingunum okkar. Hægt er að finna skemmtileg fræðslumyndbönd um einhverfu hér: https://blarapril.is/

...meira

8.4.2021 : Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022

Kæru foreldrar og forráðamenn

Opnað hefur verið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2021-2022. Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Umsókn gildir í eitt skólaár í senn (ágúst-júní) og þær umsóknir sem berast fyrir 15. júní eru í forgangi. Umsóknir sem berast eftir þann tíma geta farið á biðlista og eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst. Við skráningu er mikilvægt að tryggja að allar upplýsingar séu tilgreindar og réttar. Þegar barn fær vistun á frístundaheimili þá berst boð á það netfang sem fylgdi skráningu barns. Boð þarf að staðfesta með svari innan þriggja daga.

Nánari upplýsingar - https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/skolar-og-born/fristundaheimili/

Skráningarform - https://fristund.vala.is/umsokn/#/

------------------------------------------------

Registration for after-school centers during the school year 2021-2022

Dear parents and guardians

Registration has been opened for after-school centers for the school year 2021-2022. The after-school centers in Hafnarfjörður are intended for children in the 1st to 4th grade and are operated in all primary schools in Hafnarfjörður. The role of after-school centres is to offer diverse leisure activities for students after the traditional school day. The work is based on choice, group work, workshops and outdoor activities. Applications are valid for one school year at a time (August-June) and applications received before June 15th will have priority during admittance. Applications received after that time will not be processed until August. When registering, it is important to ensure that all information is correct and that special needs are noticed. When a child receives a notification of a stay at an after-school centre, the parent will get an e-mail at the address stated. The parent will have to reply and accept invite within three days

Further information - https://www.hafnarfjordur.is/en/services/schools-and-children/after-school-centres/

Registration form - https://fristund.vala.is/umsokn/#/

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is