29.9.2023 : Hraunvallaskóli er símalaus skóli frá 1. október

SimabannFrá og með 1. október verður Hraunvallaskóli símalaus skóli. Er þetta skref stigið til að bæta velferð og líðan nemenda en rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli streitu og kvíða og mikillar netnotkunar sem er einna helst í gegnum símann. Sími sem tæki hefur ekkert kennslufræðilegt gildi einn og sér því nemendur skólans hafa aðgang að Ipad og þar með snjalltækninni sem er mikilvæg í nútíma skólastarfi. Við erum því ekki að fara aftur í tímann eða afneita nútímakennsluaðferðum og vinnubrögðum, heldur eingöngu að styrkja námsumhverfi okkar, skapa ró og efla félagsleg samskipti nemenda okkar í raunheimum.

Það er mikilvægt að heimili og skóli verði algjörlega í takt og skuldbundin reglum og verkferlum sem snúa að símalausum skóla. Reglur um símanotkun eru eftirfarandi:

...meira

26.9.2023 : Gulldrekalottó

GulldrekiNú er komið að árlega GULLDREKA- lóttó leiknum okkar. Leikurinn byrjar mánudaginn 2. október og stendur yfir í 2 vikur. Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram við að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans ( matsal, göngum og skólalóð). Jákvætt andrúmsloft skapast sem leiðir til betri hegðunar. Allir nemendur geta verið með í leiknum. Leikurinn gengur út á það að 10 nemendur skólans í 1.-4. bekk annars vegar og 5.-10. bekk hinsvegar, fá einn „Gulldreka“ á dag í 10 daga. Hvor hópur safnar þá samtals 100 „Gulldrekum“.

Þar sem þetta er lottó þá geta allir unnið ef þeir bara fara eftir SMT skólareglum.

...meira

20.9.2023 : Kynning á skólareglum og símalausum skóla

Kæru foreldrar/forsjáraðilar

SamtalsdagurMiðvikudaginn 27. september kl. 8:10 – 8:40 verður kynning á skólareglum og símalausum skóla í fyrirlestrarsal skólans. Farið verður yfir uppfærðan agaferil og fyrirhugaðar reglur um símalausan skóla kynntar. Þessi kynning er fyrir alla foreldra/forsjáraðila og vonumst við til að sjá sem flesta.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is