20.1.2023 : Samtalsdagur 1. febrúar

SamtalsdagurMiðvikudaginn 1. febrúar er samtalsdagur hjá okkur í Hraunvallaskóla. Viðvera nemenda þennan dag er að koma með foreldrum/forsjáraðilum sínum í samtal til umsjónarkennara.
Foreldrar/forsjáraðilar skrá sig í samtöl á Mentor en opnað verður fyrir skráningar þriðjudaginn 24. jan. kl. 08:00 og verður opið út sunnudaginn 29. jan. Ef foreldrar/forsjáraðilar skrá sig ekki innan þessa tíma mun umsjónarkennari gefa viðkomandi tíma.
Hlökkum til að eiga samtal um skólastarfið.

...meira

18.1.2023 : Foreldrakönnun Skólapúlsins

SkolapulsinnSkólinn notar kannanir Skólapúlsins til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja foreldra í skólanum um gæði skólans, samskipti við skólann, virkni í skólastarfi og námið heima fyrir. Hér neðar er bréf sem sent hefur verið til foreldra til upplýsingar um framkvæmdina. Við viljum hvetja alla foreldra/forsjáraðila til að taka þátt og hjálpa þannig til við að auka gæði skólastarfsins í Hraunvallaskóla. 

Ef þú er mótfallin(n) því að eiga möguleika á að svara könnuninni, vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu skólans í síma 5902800 eða með því að senda póst á hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is fyrir 24. janúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar um könnunina eru á www.skolapulsinn.is/um. Einnig er hægt að hringja í starfsfólk Skólapúlsins í síma 583-0700 eða senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is.

English and Polish below:

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is