25.1.2022 : Breyttar reglur um sóttkví á skólastarf

Mynd-11Samkvæmt nýjustu reglugerð sem gildir frá miðnætti þurfa börn á leik- og grunnskólaaldri ekki að fara í smitgát eða sóttkví nema þau hafi dvalið eða dvelja með einstaklingi í einangrun. Börn sem eru útsett utan heimilis og eru í sóttkví geta mætt í skólann í fyrramálið. Almannavarnir munu gefa út nánari leiðbeiningar til foreldra sem skólinn mun senda áfram þegar þær eru tilbúnar. Með þessari tilskipun eru smitrakningar í skólum óþarfar og okkur langar að þakka ykkur öllum fyrir frábært samstarf í undangengnum aðgerðum. Það er sannarlega ekki sjálfgefið að mæta alltaf skilningi og þolinmæði þegar hringt er heim til ykkar með fréttir sem vitað er að setja allt skipulag heimilisins úr skorðum. Undantekningarlaust höfum við mætt jákvæðni og samvinnu hjá öllum sem við höfum þurft að hringja í til að tilkynna um sóttkví og það er sannarlega þakkarvert. Við höldum áfram að fylgjast vel með einkennum í sameiningu og hjálpumst að við að hlúa að krökkunum okkar.

...meira

24.1.2022 : Skráning í samtöl á samtalsdaginn

SkolamyndÞriðjudaginn 1. febrúar er rafrænn samtalsdagur í Hraunvallaskóla þar sem foreldri/forsjáraðili og barn eru saman að tala við umsjónarkennara í gegnum Google Meet. Skráningar í samtölin eru eins og áður í gegnum Mentor og opna kl. 08:00 þriðjudaginn 25. janúar og loka kl. 23:59 fimmtudaginn 27. janúar. Ef foreldri/forsjáraðili skráir sig ekki á tíma á þessu tímabili mun umsjónarkennari gefa viðkomandi nemanda tíma í samtal í tölvupósti.

...meira

17.1.2022 : Frá skólastjóra

SkolamyndEins og kynnt var á föstudaginn þá eru óbreyttar sóttvarnareglur í skólum. Við höldum því okkar striki. Meginreglurnar eru þær að 50 nemendur geta verið í sama rými, 20 starfsmenn geta verið í sama rými, grímuskylda á starfsmenn í opnum rýmum og ef ekki tekst að viðhafa 2 metra frá öðru starfsfólki og nemendum, nemendur eru undanþegnir fjöldatakmörkunum á göngum og í frímínútum. Búið er að opna matsalinn og skipta honum í tvö hólf. Spritt er aðgengilegt í öllum rýmum skólans o.fl. Reglurnar gilda til 2. febrúar nk.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is