27.11.2020 : Röskun á skólastarfi - leiðbeiningar uppfærðar

Gul-IS-1080x1080Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar og í þeim er nú unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Leiðbeiningarnar, sem gefnar hafa verið út á íslensku, ensku og pólsku, fela í sér tilmæli um viðbrögð og hlutverk foreldra/forsjáraðila barna í skólum og frístundastarfi þegar veðurviðvaranir eru gefnar út. Leiðbeiningarnar eiga við "yngri börn" þ.e. börn yngri en 12 ára.

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur verið falið af sveitarfélögunum á svæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna hér: https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/

...meira

20.11.2020 : Breytingar á grunnskólastarfi frá mánudegi 23. nóvember 2020.

Í eitt skiptið enn, og ólíklega það síðasta, þurfum við að kynna ykkur breytingar á framkvæmd grunnskólastarfs í Hafnarfirði á þessu skólaári. Þessar breytingar sem um ræðir taka gildi mánudaginn 23. nóvember og gilda til og með 1. desember nk. Við nýjar breytingar leggjum við áherslu á að stíga varlega til jarðar og fara ekki í aðgerðir eða breytingar sem vanvirða sóttvarnareglur heilbrigðisyfirvalda eða setja skólastarfið á hliðina þannig að ekki sé hægt sé að halda úti föstu skólastarfi fyrir alla nemendur á hverjum skóladegi. Við biðjum um þolinmæði gagnvart þessum breytingum en leggjum um leið áherslu á mikilvægi þess að samstaða og samvinna sé um framkvæmdina – sem er samræmd fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar. 

Sjá nánar hér.......

...meira

17.11.2020 : Skólastarf frá 18. nóvember

Covid-19-8-1024x717Til foreldra og starfsmanna í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Enn hafa verið boðaðar breytingar á reglugerð sem snúa að starfi grunnskóla sökum nýrra sóttvarnarreglna. Staðan er hins vegar óljós þar sem skólar hafa ekki fengið staðfestar upplýsingar um í hverju breytingarnar felast.

Þess vegna hefur verið tekin sú ákvörðun að skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar á morgun, miðvikudag 18. nóvember og fram að helgi, verði óbreytt frá því sem nú er. Þó hefur verið ákveðið að setja inn eina breytingu sem sérstaklega hefur verið boðuð af sóttvarnalækni, þ.e. að aflétta grímuskyldu hjá nemendum og starfsfólki í 5.-7. bekkjum og gera hana valfrjálsa. Sömuleiðis viljum við einnig benda á að akstur frístundabílsins frá frístundaheimilum á íþróttaæfingar er EKKI hafinn svo þeir foreldrar sem eiga börn í 1.-4. bekk og vilja senda börn sín á íþróttaæfingar í þessari viku verða sjálf að koma börnum sínum á æfingar.

Þetta gildir uns nýjar breytingar á sóttvarnareglum verða komnar fram og grunnskólarnir fengið tækifæri að koma þeim í framkvæmd. Þegar það verður ljóst mun nýr póstur koma til ykkar um málið.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is