Söngleikurinn Söngvaseiður
Unglingadeild Hraunvallaskóla hefur í vetur æft söngleikinn Söngvaseið og verða sýningar á föstudag kl. 19:30 og laugardag kl. 13:00 og 16:00. Miðasalan fer fram á skrifstofu skólans og í Mosanum. Miðaverð er 2.000 kr fyrir 8.bekk og eldri og 1500 kr fyrir 7. bekk og yngri. Ekki láta þessa sýningu framhjá ykkur fara!
Úrslit skólans í Stóru upplestrarkeppninni
Á föstudaginn var þann 3. mars fór fram lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar innahúss í Hraunvallaskóla þar sem 12 keppendur tóku þátt.
Athöfnin var hin hátíðlegasta og gestir í sal voru nemendur og kennarar í 6. og 7. bekk ásamt forsjáraðilum keppendanna sjálfra.
Þjálfari keppendanna, Símon Örn Birgisson íslenskukennari í unglingadeild var að sjálfsögðu á staðnum keppendum til halds og trausts.
...meiraÁherslur í skólastarfi

SMT skólafærni
Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.
...meira
Opni skólinn
Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.
...meira
Heilsueflandi grunnskóli
Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.
...meiraHraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is