6.2.2023 : Framundan í febrúar

Nú er febrúar mættur í öllu sínu veldi og margt skemmtilegt framundan. Hér eru foreldrabréfið fyrir febrúar og ekki úr vegi að fara að velta fyrir sér hvað skal gera í vetrarfríinu. Njótið mánaðarins og verið góð við hvert annað. 


...meira

6.2.2023 : Appelsínugul viðvörun að morgni þriðjudags 7. febrúar

AppelsinugulvidvorunVeðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið þriðjudaginn 7. feb. kl. 06:00 – 08:00. Spáð er sunnan stormi eða roki og mikilli úrkomu 20-28 m/s. Hvassast verður í efri byggðum og við ströndina. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma. Veðrið gengur mjög hratt yfir en færð getur spillst á meðan á því stendur. Almenna reglan er sú að skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema það sé sérstaklega tilkynnt. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir treysta börnum sínum til að ganga í og úr skóla, miðað við aldur og aðstæður. Á heimasíðu skólans má finna leiðbeiningar um viðbrögð vegna röskunar á skólastarfi. Sjá hér https://www.hraunvallaskoli.is/skolinn/vidbragdsaaetlanir/ og einnig hér https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

...meira

20.1.2023 : Samtalsdagur 1. febrúar

SamtalsdagurMiðvikudaginn 1. febrúar er samtalsdagur hjá okkur í Hraunvallaskóla. Viðvera nemenda þennan dag er að koma með foreldrum/forsjáraðilum sínum í samtal til umsjónarkennara.
Foreldrar/forsjáraðilar skrá sig í samtöl á Mentor en opnað verður fyrir skráningar þriðjudaginn 24. jan. kl. 08:00 og verður opið út sunnudaginn 29. jan. Ef foreldrar/forsjáraðilar skrá sig ekki innan þessa tíma mun umsjónarkennari gefa viðkomandi tíma.
Hlökkum til að eiga samtal um skólastarfið.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is