Skólasetning 23. ágúst
Þriðjudaginn 23. ágúst skólasetning í Hraunvallaskóla fyrir skólaárið 2022-2023. Við hlökkum til að koma skólastarfinu af stað og hitta okkar frábæru nemendur. Nemendur koma á mismunandi tímum á skólasetninguna og eru foreldrar hjartanlega velkomnir með.
Hér eru tímasetningarnar á skólasetninguna:
kl. 09:00 2. og 3. bekkur
kl. 09:30 4. og 5. bekkur
kl. 10:00 6. og 7. bekkur
kl. 10:30 8. - 10. bekkur
1. bekkingar fá boð frá skólanum um hvenær þeir eiga að mæta í viðtal hjá umsjónarkennara þennan dag. Formleg skólasetning verður síðan daginn eftir kl. 08:15 á sal skólans. Eftir skólasetningu fara nemendur með umsjónarkennurum sínum inn á heimasvæði og hefja skólagönguna.
Í Hraunseli eru skipulagsdagar bæði mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. ágúst og er Hraunsel því lokað báða þessa daga.
...meiraGleðilega hinsegin daga
Við í Hraunvallaskóla hlökkum til nýs skólaárs. Fögnum fjölbreytileikanum og verum góð við hvert annað.
Sumarkveðja
Um leið og við þökkum fyrir samstarfið í vetur þá viljum við
gleðja ykkur með Sumarbrosinu okkar. Smellið hér og fræðist um hvað
nemendur voru að bralla þessa síðustu vordaga.
Skrifstofa skólans lokar 16. júní og opnar aftur 15. ágúst. Skólasetning er 23. ágúst og verður auglýst nánar síðar.
HAFIÐ ÞAÐ SEM ALLRA BEST Í SUMARFRÍINU!
...meiraÁherslur í skólastarfi

SMT skólafærni
Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.
...meira
Opni skólinn
Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.
...meira
Heilsueflandi grunnskóli
Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.
...meiraHraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is