13.1.2021 : Á þitt barn rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk?

SerstakurIthrottastyrkur2020_2021Information in English (easy to translate to more languages)

Opið er fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Verkefnið hefur það að markmiði að jafna tækifæri þeirra fjölskyldna sem tekjulægri eru til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2021. Hægt er með mjög auðveldum hætti að kanna rétt til styrks á Island.is.

...meira

5.1.2021 : Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 7. janúar

Hlaup-2

Til foreldra í grunnskólum Hafnarfjarðar

Grunnskólastarfi verður breytt í ljósi nýjustu sóttvarnareglna frá yfirvöldum, frá 21. desember 2020, á þann veg að full kennsla samkvæmt stundaskrá haustið 2020 hefst í öllum árgöngum í öllum skólum, m.a. valgreinar og kennsla skólaíþrótta í íþróttahúsum og sundlaugum hjá öllum nemendum. Þessar breytingar eru í undirbúningi og munu taka gildi í einstaka skólum í þessari viku eða í síðasta lagi mánudaginn 11. janúar 2021, allt eftir aðstæðum í einstaka skólum. Hver skóli mun tilkynna forráðamönnum hvenær þær taka gildi hjá viðkomandi nemendum. Kennsla í Hraunvallaskóla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 7. janúar.

Með þessum breytingum mun matarþjónusta komast í eðlilegt horf, þ.e. hafragrautargjöf að morgni og síðdegishressing nemenda í 5.-10. bekk munu munu hefjast á ný og hefðbundin matarþjónusta verður á ný í matsal skóla fyrir alla nemendur. Grímuskylda nemenda leggst af með öllu.

Áfram verða þó ýmsar takmarkanir í gangi varðandi skólastarfið. Þannig verða óbreyttar reglur varðandi heimsóknir foreldra og aðgengi annarra sem styðja við skólastarfið og grímuskylda er meðal fullorðinna eftir ákveðnum leikreglum.

Við vonumst til að hægt verði að halda þessari framkvæmd sem lengst en núverandi reglur gilda til 28. febrúar nk.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar. 

...meira

18.12.2020 : Jólabrosið

Jolabrosid-2020

Kæru foreldrar/forsjáraðilar.

Með þessu Jólabrosi sendum við ykkur innilegar hátíðarkveðjur. Kærar þakkir fyrir samheldni, þrautseigju, kærleika og jákvæðni á þessu ótrúlega skólaári. Megið þið njóta jólanna í jólakúlunni ykkar og hjálpumst að við að fylgja sóttvarnarreglunum um hátíðarnar.

Kær kveðja, starfsfólk Hraunvallaskóla.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is