26.5.2023 : Foreldrar barna í 8. bekkjum Hraunvallaskóla fengu Foreldraverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Hvatningarverdlaun-1Foreldrar barna í 8. bekkjum fengu á dögunum Foreldraverðlaun Foreldraráðs  Hafnarfjarðar. Hraunvallaskóli átti fleiri tilnefningar en Anna Rut Pálmadóttir deildarstjóri stoðþjónustu, kennarar og starfsfólk í 1. bekk og kennarar í 2. bekk voru einnig tilnefndir. Hjartanlegar hamingjuóskir til okkar allra fyrir þetta frábæra áhugafólk um foreldrasamtarf. 

...meira

22.5.2023 : BREYTING -Skipulag skólastarfs vegna boðaðra verkfalla

Aðildarfélagar BSRB sem starfa í grunnskólum og frístundaheimilum, skóla- og frístundaliðar, stuðningsfulltrúar, skólaritarar og húsumsjónarmenn og aðrir sem eru í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, hafa boðað til verkfalls eins og hér segir:

· Frá og með kl. 00:00 mánudaginn 22. maí til kl. 12 sama dag

· Frá og með kl. 00:00 þriðjudaginn 23. maí til kl. 12 sama dag

· Frá og með kl. 00:00 miðvikudaginn 24. maí til kl. 23:59 sama dag

Enginn má ganga í störf þessa starfsfólks nema skólastjóri. Komi til vinnustöðvunar verða grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar opnir sem hér segir:

Mánudagur 22. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá frá kl. 12.00. Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.

Þriðjudagur 23. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og samkvæmt stundaskrá frá kl. 12.00. Ekkert skólastarf er eftir fyrstu tvær kennslustundirnar fram til kl. 12.00. Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.

Miðvikudagur 24. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og ekkert skólastarf eftir það. Frístundaheimili eru lokuð. Starfsemi félagsmiðstöðva er óbreytt.

Ljóst er að verkfallið hefur áhrif á gæslu, matmálstíma og stuðning við einstaka nemendur. Mögulegt er að skólinn muni hafa samband við foreldra barna með miklar sértækar stuðningsþarfir eða gera þurfi breytingar sem hafi áhrif á stærri hópa. NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ÞAÐ KOMA FRÁ UMSJÓNARKENNURUM.

Búast má við að engin símsvörun verði meðan verkföll standa. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna forföll gegnum mentor þessa daga. Skólahúsnæðið opnar kl. 8:15 þriðjudag og miðvikudag en mikilvægt er að nemendur mæti stundvíslega í sínar kennslustundir (ekki fyrr og ekki seinna) og fari beint heim að kennslu lokinni.

Verði verkfalli aflýst er skólastarf með óbreyttum hætti.

Foreldrar og forsjáraðilar eru hvattir til að fylgjast vel með gangi mála.

Skólastjórnendur grunnskóla Hafnarfjarðar

English below

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is