27.9.2022 : Gulldrekalottó

GulldrekarNú er komið að árlega GULLDREKA- lóttó leiknum okkar en leikurinn byrjar mánudaginn 3. október og stendur yfir í 2 vikur. Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram við að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans (matsal, göngum og skólalóð) og jákvætt andrúmsloft skapast sem leiðir til betri hegðunar. 

Allir nemendur geta verið með í leiknum sem gengur út á það að 10 nemendur skólans í 1.-4. bekk annars vegar og 5.-10. bekk hinsvegar, fá einn „Gulldreka“ á dag í 10 daga. Hvor hópur safnar þá samtals 100 „Gulldrekum“. Þar sem þetta er lottó þá geta allir unnið ef þeir bara fara eftir SMT skólareglum.

...meira

8.9.2022 : Skipulagsdagur og skólakynningar

SkolamyndÁ morgun föstudag er skipulagsdagur í Hraunvallaskóla og nemendur því heima meðan kennarar og starfsfólk skipuleggja áframhaldandi starf og sinnir endurmenntun. Hraunsel er opið og hefur skráningu verið lokað þangað.

Í næstu viku hefjast skólakynningar og eru þær haldnar á heimasvæðum viðkomandi árgangs. Þriðjudaginn 13. sept. mun 8. bekkur ríða á vaðið og hefst kynningin kl. 08:30, nemendur mæta í skólann kl. 09:35. Miðvikudaginn 14. sept. er kynning fyrir 2. bekk og hefst kynningin þar kl. 08:15 og nemendur mæta í skólann kl. 08:15. Fimmtudaginn 15. sept. mun síðan 5. bekkur verað með sína kynningu og hefst hún kl. 08:15, nemendur mæta í skólann kl. 09:15.

Við hvetjum foreldra til að mæta og fá kynningu á því frábæra starfi sem fram fer í skólanum og þannig styrkjum við meðal annars samband heimili og skóla.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is