Skólastarfið í maímánuði
Í maímánuði er mikið um að vera hjá okkur í skólastarfinu. Margir viðburðir eru nýbúnir og aðrir að fara af stað. Við höfum tekið saman það helsta sem framundan er og látum það fylgja hér:
Hæfileikakeppni miðdeildar
Hæfileikakeppni miðdeildar var haldin 4. maí. Keppnin var glæsileg að vanda og tóku 15 keppendur þátt í 9 fjölbreyttum og skemmtilegum atriðum.
Sigurvegari keppninnar var Sara Karabin í 6. bekk með söngatriði. Í öðru sæti var Heimir Andri Heimisson í 5. bekk, sem spilaði á píanó og í þriðja sæti lentu Orri Jóhannsson og Tristan Máni Sigurjónsson en þeir spiluðu á klarinett og píanó. Verðlaun fyrir frumlegasta atriðið fengu dansstelpurnar í The Girls, en það voru þær Gabriela Linda Zingara, Magdalena Eik Andrésdóttir, Ólöf Natalie Gonzales og Rebekkah Chelsea Paul úr 6. bekk.
...meiraHraunvallaskóli tryggði sér farseðil í úrslit Skólahreysti eftir harða keppni

Það eru þau Aron Haraldsson, Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir, Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir, Magnús Ingi Halldórsson sem skipa lið Hraunvallaskóla í ár. Til vara eru Bartosz Magnús Darnowski og Karítas Kristín Traustadóttir. VEL GERT HRAUNVALLASKÓLI! ...meira
Áherslur í skólastarfi

SMT skólafærni
Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.
...meira
Opni skólinn
Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.
...meira
Heilsueflandi grunnskóli
Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.
...meiraHraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is