21.10.2020 : Tæknidagar

Taeknidagar-2020Í október voru skipulagðir tæknidagar í öllum deildum Hraunvallaskóla. Markmiðið var að allir árgangar fengju tækifæri til að vinna spennandi verkefni tengd tækni og kynna sér eitthvað nýtt og spennandi í þeim efnum undir leiðsögn kennaranna sinna. Miðdeild reið á vaðið vikuna 5.-9. október, yngri deild kom í kjölfarið 12.-16. október og unglingadeild þessa síðustu viku fyrir vetrarfrí. 

...meira

20.10.2020 : Fréttir úr skólastarfinu

Við viljum þakka fyrir þátttöku foreldra/forsjáraðila á
samtalsdaginn. Það var mikilvægt að heyra raddir foreldra/forsjáraðila á skólastarfinu. Nemendur hafa staðið sig afar vel það sem af er skólaári og eiga hrós skilið fyrir langlundargeð á þessum sérstöku tímum. Túlkaviðtöl verða mánudaginn 26. okt. og verður nánara skipulag sent til þeirra sem málið varðar.

...meira

5.10.2020 : Sóttvarnir í Hraunvallaskóla

Covid-19-8-1024x717Minnisblað sóttvarnalæknis um breytingar frá 5. október, til og með 17. október, kveða á um að grunnskólastarf verði óbreytt en samt gildi þar 30 manna hámarksregla fullorðinna í hverju rými og 1m fjarlægðarregla. Lagt er upp með að skólastarf verði með venjubundnum hætti en samt sem áður er nauðsynlegt að gera nokkrar breytingar sem í grunninn snúast um að einfalda skólastarfið eins og kostur er. Þannig mun Gulldrekalottó frestast, allar vettvangsferðir nemenda falla niður þessa daga sem og tónlistarkennsla sem fer fram í Hraunvallaskóla.

Búið er að gera nauðsynlegar ráðstafanir innan húss sem snúa að því að minnka samneyti og blöndun starfsfólks. Vinnusvæði starfsmanna hafa verið skilgreind og afmörkuð, matar- og kaffistofum hefur verið fjölgað og samstarf og samvinna færð yfir á rafrænan máta eins og kostur er.

Allur umgangur utanaðkomandi inn í skólabygginguna er bannaður þessa daga. Ítrekað er að foreldrar eiga ekki að koma inn í skólann nema hafa fengið boð frá starfsmanni skóla. Þeir sem fá boð um að koma inn í skólann þurfa að vera með grímu til að minnka hættu á smiti.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is