22.2.2021 : Kynfræðsla í unglingadeild

Vika-6-thaettir-og-umraedurSkólar og félagsmiðstöðvar víða um land tileinkuðu viku 6 á árinu 2021 kynfræðslu. Mikil umræða hefur verið hjá nemendum og fagaðilum síðustu ár um skort á kynfræðslu á grunnskólastigi og vöntun á nýju kennsluefni. Í viku 6 var því blásið til sóknar í þessum málum. Á vef Rúv (ungruv.is) voru sett inn fjölmörg ný myndbönd og þættir og norska serían Newton sem framleidd var af NRK var gerð aðgengileg í heild sinni. Þessir þættir fjalla um kynþroskann á hispurslausan hátt og hafa vakið mikið umtal og athygli enda nálgunin ný og fersk.

...meira

19.2.2021 : Vetrarfrí

Dagana 22. og 23. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Miðvikudaginn 24. febrúar er skipulagsdagur í Hraunvallaskóla. Lokað er í Hraunseli þessa daga.  Frítt er í sund í vetrarfríi grunnskólanna og söfnin bjóða uppá spennandi dagskrá fyrir grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um dagskrána á íslensku og ensku:

...meira

8.2.2021 : Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur netöryggisdagur til að minna á mikilvægi málefnisins og Hraunvallaskóli hefur á undanförnum árum tekið þátt með einhverjum hætti. Þetta árið ákváðum við að safna saman upplýsingum fyrir nemendur, kennara og aðstandendur á einn stað. Einnig verða veggspjöld sett inn í allar skólastofur til að minna alla á mikilvægi netöryggis. 

Vefsíðan heitir Netöryggi og verður safnsíða fyrir upplýsingar og mun því verða í stöðugri þróun.

Einnig viljum við benda á myndbönd SAFT.is á youtube rásinni þeirra

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is