Foreldrafélag
Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum
Foreldrafélag hefur verið starfandi í Hraunvallaskóla frá stofnun hans. Aðalfundur foreldrafélagsins er haldin að hausti. Þar er kosin stjórn félagsins ásamt því að fulltrúar eru kosnir til setu í skólaráði. Á kynningarfundum að hausti eru bekkjartenglar skipaðir fyrir hvern árgang. Bekkjartenglar halda utan um bekkjarskemmtanir í hverjum árgangi. Stjórn foreldrafélagsins stendur fyrir jólaföndri, fræðslufyrirlestrum og vorhátíð. Skólastjóri fundar með stjórn foreldrafélagsins eins oft og þurfa þykir.
Hlutverk
Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
Markmið
- Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
- Efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
- Styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
- Koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.
- Standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska þeirra.
Stjórn skólaárið 2019-2020
Formaður er Stefán Már Gunnlaugsson stefan.mar@talnet.is
Meðstjórnendur:
- Snorri Hallgrímsson, gjaldkeri
- Arna Rut Hjartardóttir, ritari og fulltrúi í skólaráði
- Dröfn Sigurðardóttir, meðstjórnandi og fulltrúi í skólaráði
- Olgeir Gestsson, meðstjórnandi og fulltrúi í skólaráði
- Sara Helgadóttir, meðstjórnandi
- Dagbjört Pálsdóttir, meðstjórnandi
Handbók foreldrafélaga grunnskóla
Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.
- Nýrri færsla
- Nýrri færsla