Hagnýtar upplýsingar

HVERT Á AÐ LEITA? Ef upp koma spurningar eða vandamál af einhverju tagi er gott að vita hvert er hægt að leita og hverjir geta komið til aðstoðar. Smellið hér til að skoða nánar.

Hollt og gott nesti

Hraunvallaskóli er þátttakandi í Heilsueflandi grunnskólar sem er evrópskt verkefni á vegum Landlæknisembættisins. Einn af grunnþáttum fyrir vellíðan er að njóta hollrar og reglulegrar næringar og þess vegna er mikilvægt að nemendur komi vel nærðir í skólann og hafi með sér næringarríkt nesti. Nesti sem er ígildi sælgætis, sælgæti og gosdrykkir eru ekki leyfðir nema með sérstöku leyfi kennara. Orkudrykkir eru aldrei leyfðir á skólatíma.

Gert er ráð fyrir einum nestistíma fyrir hádegi. Áætlaður nestistími eru 10–20 mínútur. Fyrir þá sem borða vel á morgnana hentar að fá sér ávöxt og eitthvað að drekka, t.d. vatn í nestistíma á morgnana. Ávaxtaáskrift er í boði fyrir nemendur í nestistíma. Hinir sem hafa borðað minna þurfa meira að borða, t.d. samloku með góðu áleggi til viðbótar við ávöxtinn. Lagt er upp með að foreldrar fylgi þessum leiðbeiningum og þeim sem finna má á heimasíðu Lýðheilsustöðvar (www.lydheilsustod.is) en þar kemur fram að fjölbreytni í vali á nesti og magn skiptir máli.

Þar sem Hraunvallaskóli vinnur að því að vera umhverfisvænn og hefur sjálfbærni að leiðarljósi eru allir hvattir til að huga að margnota umbúðum fyrir nestið þ.e. nota nestisbox og vatnsflöskur fremur en einnota ílát. Mælst er til að nemendur taki með sér nestiafganga heim en þannig geta foreldrar fylgst með nestisneyslu barna sinna.

Við viljum taka fram að Hraunvallaskóli er hnetulaus skóli.

Hér má finna leiðbeiningar um hollt og gott nesti frá Landlækni

Ritföng

Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að greiða fyrir skólagögn allra grunnskólabarna. Frá hausti 2018 hefur Hafnarfjarðarbær útvegað grunnskólanemendum námsgögn, þ.e ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu. Foreldrar þurfa þá aðeins að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði og skriffærum til notkunar heima.

Óskilamunir

Í skólanum er mikið af óskilamunum, þar á meðal vandaðar og óslitnar flíkur af yngri jafnt sem eldri nemendum. Ef fatnaður eða aðrar eigur nemenda skila sér ekki heim geta foreldrar komið og fengið að skoða óskilamuni.  Mikilvægt er að merkja allar flíkur nemenda, skófatnað jafnt sem annað. 

Svefn

Mikilvægt er að nemendur fái nægan svefn og hvíld. Séu þau ekki útsofin og hvíld geta þau ekki notið kennslunnar né sinnt því starfi sem fer fram í skólanum. Þau verða pirruð og þreytt og námsefni fer fyrir ofan garð og neðan. 

Hæfilegur svefntími er talinn:

  • Fyrir 5–8 ára börn 10-12 klst. á sólarhring
  • Fyrir 9–12 ára börn 10–11 klst. á sólarhring
  • Fyrir 13–15 ára börn 9–11 klst. á sólarhring

 

 

 

 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is