Mentor

Mentor2imagesAðstandendur og nemendur eiga sitt heimasvæði á Mentor sem við köllum Minn Mentor. Hver og einn fer inn á sinni kennitölu og lykilorði þar sem hægt að fylgjast með skólagöngu hjá barninu þínu. Til að komast á þitt heimasvæði ferð þú á heimasíðu Mentors www.infomentor.is og smellir á „Innskráningu“. Notendanafnið er kennitalan þín. Ef þú hefur gleymt lykilorðinu þínu eða ert nýr notandi getur þú smellt á „Gleymt lykilorð“ og slegið inn þinni kennitölu. Þá færðu nýtt lykilorð sent í tölvupósti á netfangið þitt sem skráð er í Mentor. Ef þú færð lykilorðið ekki sent þarftu að hafa samband við skólann og athuga hvort skráning þín sem aðstandanda sé rétt og hvort rétt netfang sé skráð. Einnig skaltu athuga hvort að pósturinn hafi nokkuð farið í ruslpóst eða óreiðu. Hafðu samband við skólann ef það þarf að leiðrétta upplýsingarnar. 


Hér er handbók ætluð aðstandendum og útskýrir helstu atriði kerfisins fyrir aðstandendum.

Smellið hér til að fara á mentor.is.

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is