Skólareglur

Í Hraunvallaskóla er lögð áhersla á samvinnu allra sem starfa í skólanum til að byggja upp jákvæðan skólaanda. Meðal verkfæra er SMT kerfið - heildstætt agakerfi sem miðar að því aið allir starfsmenn skólans komi að mótun og viðhaldi æskilegrar hegðunar í skólanum. Markmið SMT er að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.

Skólareglur eru kynntar einu sinni á ári fyrir nemendum, foreldrum og starfsmönnum. Foreldrar eru hvattir til að fara yfir reglurnar með börnum sínum.Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is