Starfsáætlun Hraunvallaskóla
Starfsáætlun hvers grunnskóla er gefin út í samræmi við lög um grunnskóla frá 2008 og ákvæði í aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta, frá árinu 2011. Það form að starfsáætlun sem hér birtist er að auki samhæft fyrir Hafnarfjörð. Í því felst að starfsáætlun grunnskóla Hafnarfjarðar hefur sömu uppbyggingu í öllum grunnskólum hvað efnisyfirlit, form (umbrot) og snið (efnisþættir) varðar en inntakið sjálft er ákvörðun hvers skóla. Þó eru í starfsáætlun hvers skóla þættir sem eru sameiginlegir fyrir alla grunnskóla bæjarins út frá jafnræði sem gildir um grunnskólagöngu allra barna í bænum.
Starfsáætluninni er skipt í fjóra meginhluta.
- I. hluti kynnir skipulag og stjórnkerfi skóla.
- II. hluti kynnir ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólastarfið sem foreldrum og nemendum er nauðsynlegt að vita.
- III. hluti kynnir stoðkerfi skólans með áherslu á sérhæfða þjónustu grunnskólanna, þ.e. sérfræðiþjónustuna.
- IV. hluti greinir svo loks frá áætlunum í skólastarfinu.
Utan starfsáætlunar þá eru ýmsir verkferlar sem vísað er í framhaldi áætlana og er þá að finna á heimasíðum/vefjum skólanna eftir atvikum. Samhliða starfsáætlun er gefin út skólanámskrá skóla sem þarf að lesast samhliða starfsáætluninni til að hún skiljist til fullnustu og fái fullt samhengi. Munur skólanámskrár og starfsáætlunar er ákvarðaður í aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta, (2011, bls. 64-65). Í Hafnarfirði var sú ákvörðun tekin að hafa uppbyggingu skólanámskrár og starfsáætlunar örlítið frábrugðið því sem kynnt er í aðalnámskrá í því að færa efnisþætti á milli plagganna sem var talið að hentaði betur að hafa saman. Í öllum tilvikum er þó aðalnámskrá grunnskóla sem setur viðmiðin um uppbyggingu skólanámskráa og starfsáætlana.
Starfsáætlun 2022-2023
Starfsáætlun 2021-2022
Starfsáætlun 2020-2021
Starfsáætlun 2019-2020
Eldri gögn
- Starfsáætlun Hraunvallaskóla 2018-2019
- Starfsáætlun Hraunvallaskóla 2017-2018
- Starfsáætlun Hraunvallaskóla 2016-2017
- Starfsáætlun Hraunvallaskóla 2015-2016
- Nýrri færsla
- Nýrri færsla