Nemendaskápar

Nemendur í 8.–10. bekk hafa kost á að fá nemendaskáp leigðan frá skólabyrjun til skólaloka. Leigan er kr. 1000. Skili nemandi skápnum í góðu ásigkomulagi á réttum tíma fær hann kr. 1000 endurgreiddar. Nemandinn útvegar sjálfur lás til að læsa sínum skáp. Gerist nemandi brotlegur varðandi notkun og umgengni um nemendaskáp missir hann sinn skáp og jafnvel rétt til að fá nemendaskáp í framtíðinni, auk þess sem hann fyrirgerir rétti sínum til endurgreiðslu. 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is