Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar.

Ekki er til ákveðin ákveðin skilgreining á opnum skólum en sameiginleg viðmið hafa verið sett fram:

 • Aldursblöndun í bekki eða blandaðir hópar, þ.e. ekki getuskiptir.
 • Nánasta umhverfi er mikið nýtt til kennslu. Hér er einnig vísað til frelsis nemenda til að fara um skólann og notkun nemenda og kennara á nánasta umhverfi til náms.
 • Kennslurými er skipt upp í svæði með mismunandi viðfangsefnum og nemendur fást við ólík viðfangsefni á sama tíma.
 • Nemendur hafa mikið val um hvað þeir gera, hvernig og hvenær þeir taka þátt.
 • Leikur er mikið notaður í kennslu, nemendur eru virkir og þar af leiðandi ríkir ekki alltaf þögn.
 • Mikil samvinna er milli nemenda, kennara og foreldra. Foreldrar koma í skólann og taka þátt í starfinu með ýmsum hætti.
 • Borin er virðing fyrir nemendum og þeim treyst
 • Mikið er af fjölbreyttum námsgögnum og efni sem nemendur koma með.
 • Ekki er mikil áhersla á formlegt kennslufyrirkomulag.
 • Nemendum er mikið kennt í litlum hópum, einnig mikil einstaklingsvinna.
 • Nemendur taka þátt í að setja reglur, reglur sem eru fáar og einfaldar.
 • Mikið og gott skipulag.

Nemendur í opnum skólum (teymiskennsluskólum):

 • Fá oftar að velja viðfangsefni eftir áhuga
 • Fá að ráða meira um námið
 • Nota Netið meira við upplýsingaleit
 • Setja sér oftar markmið
 • Telja sig fá meiri leiðsögn um hvernig þeir geta bætt sig í náminu
 • Hafa oftar kennara sem hlusta á það sem þeir hafa að segja
 • Eru í betri samskiptum við kennara sína

Í hnotskurn þá eru í opnum skólum lögð áhersla á:

 • Ábyrgð
 • Virkni
 • Leikni
 • Samvinnu
 • Tækni
 • Heildstæð verkefni
 • Fjölbreytt og örvandi námsumhverfi
 • Umburðarlyndi
 • Félagshæfni
 • Leiðsagnarhlutverk og samvinnu kennara

Hvers vegna opnar skólastofur?

 • Stuðla að teymisvinnu / efla samábyrgð kennara og rjúfa einangrun þeirra
 • Koma betur til móts við þarfir nemenda – einstaklingsmiðun
 • Skapa meiri sveigjanleika
 • Opna skólann – gera starfið sýnilegra
 • Gera skólann líkari góðum vinnustað
 • Breytt samfélag – Nútíma áherslur
 • Breyta kennsluháttum – Nemandinn er miðpunktur skólastarfsins

(Heimild: Ingvar Sigurgeirsson)

Áherslur Hraunvallaskóla í opnu skólastarfi

 • Teymisvinna
 • Teymiskennsla (kennaraþrenna og parakennsla)
 • Fjölbreyttir kennsluhættir
 • Skapandi skólastarf
 • Tækni áberandi í öllu skólastarfi
 • Þemanám- samþætting
 • Byrjendalæsi
 • SMT – Jákvæð skólafærni
 • Smiðjur / verk-og listgreinar
 • Áhersla á skólaþróun
 • Samstarf grunn- og leikskóla
 • Öflugt foreldrasamstarf
 • Jákvæðni og starfsgleði


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is