Spjaldtölvur í skólastarfi

 

Við afhendingu á iPad til nemenda er gert ráð fyrir að foreldrar undirriti samning sem lýtur að notkun og umgengni við spjaldið. Farið er í gegnum reglur og ábyrgð með nemendum við afhendingu spjaldsins. Á miðstigi eru spjöldin geymd í skólanum og fara ekki heim nema í sérstökum tilvikum. Nemendur á unglingastigi taka spjaldið með heim en öll spjöld eru geymd í skólanum yfir sumarið. Skólinn úthlutar hverjum nemanda Apple-auðkenni sem er stýrt af tölvudeild skólans. Þetta þýðir að skólinn stýrir hvaða smáforrit eru sett upp í spjöldunum. Hér er hægt að sækja samning vegna láns á ipad.

Eyðublöð v. samninga eru hér.

Skemmist, bili eða týnist spjald þarf að tilkynna það strax til tölvudeildar skólans á þar til gerðu eyðublaði. Í samningi kemur fram hvernig skuli farið með slík mál. Hér má nálgast eyðublað til að tilkynna bilun/skemmd á spjaldi.

Eyðublöð v. skemmda/bilunar eru hér.

Skýrar reglur gilda um notkun spjaldanna innan veggja skólans sem eru sýnilegar á öllum svæðum skólans. Í reglunum kemur fram að spjöldin eru fyrst og fremst námstæki og að notkun þeirra er stýrt af kennara. Í reglunum er skýrt afmarkað hvar og hvernig megi nota spjöldin. Notkun þeirra er bönnuð í búningsklefum og matsal.

UT reglur

UT_reglur_2019-2020

 

 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is