Dagskrá framundan

Dagur Leikskólans

Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín, eða fyrir sléttum 70 árum. 

Leikskólakennarar, stjórnendur leikskólanna og starfsfólk er hvatt til að vekja athygli á fagmennsku og því frábæra starfi sem unnið er í leikskólum landsins á degi hverjum. 

Upplagt er að deila myndum og frásögnum á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #dagurleikskolans2020. 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is