Dagskrá framundan

Þrettándinn

Þrettándinn er 6. janúar og er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Á þrettándanum fer Kertasníkir, síðastur jólasveina, frá mannabyggðum aftur til fjalla og þar með lýkur jólunum.

Algengt var að gera sér dagamun í lok jóla og einnig var þrettándinn einskonar varadagur fyrir útiskemmtanir ef veður brást um áramót. En nær eini siðurinn sem tengist þrettándanum í dag, eru útiskemmtanir með brennu, dansi og söng. Þar koma fram álfar, tröll, jólasveinar og aðrir slíkir. Fólk kemur saman við brennuna með kyndla, skýtur upp síðustu flugeldunum frá áramótunum og syngur saman áramóta og álfasöngva.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is