Fréttir

29.9.2023 : Hraunvallaskóli er símalaus skóli frá 1. október

SimabannFrá og með 1. október verður Hraunvallaskóli símalaus skóli. Er þetta skref stigið til að bæta velferð og líðan nemenda en rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli streitu og kvíða og mikillar netnotkunar sem er einna helst í gegnum símann. Sími sem tæki hefur ekkert kennslufræðilegt gildi einn og sér því nemendur skólans hafa aðgang að Ipad og þar með snjalltækninni sem er mikilvæg í nútíma skólastarfi. Við erum því ekki að fara aftur í tímann eða afneita nútímakennsluaðferðum og vinnubrögðum, heldur eingöngu að styrkja námsumhverfi okkar, skapa ró og efla félagsleg samskipti nemenda okkar í raunheimum.

Það er mikilvægt að heimili og skóli verði algjörlega í takt og skuldbundin reglum og verkferlum sem snúa að símalausum skóla. Reglur um símanotkun eru eftirfarandi:

...meira

26.9.2023 : Gulldrekalottó

GulldrekiNú er komið að árlega GULLDREKA- lóttó leiknum okkar. Leikurinn byrjar mánudaginn 2. október og stendur yfir í 2 vikur. Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram við að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans ( matsal, göngum og skólalóð). Jákvætt andrúmsloft skapast sem leiðir til betri hegðunar. Allir nemendur geta verið með í leiknum. Leikurinn gengur út á það að 10 nemendur skólans í 1.-4. bekk annars vegar og 5.-10. bekk hinsvegar, fá einn „Gulldreka“ á dag í 10 daga. Hvor hópur safnar þá samtals 100 „Gulldrekum“.

Þar sem þetta er lottó þá geta allir unnið ef þeir bara fara eftir SMT skólareglum.

...meira

20.9.2023 : Kynning á skólareglum og símalausum skóla

Kæru foreldrar/forsjáraðilar

SamtalsdagurMiðvikudaginn 27. september kl. 8:10 – 8:40 verður kynning á skólareglum og símalausum skóla í fyrirlestrarsal skólans. Farið verður yfir uppfærðan agaferil og fyrirhugaðar reglur um símalausan skóla kynntar. Þessi kynning er fyrir alla foreldra/forsjáraðila og vonumst við til að sjá sem flesta.

...meira

23.8.2023 : Framundan í ágúst og september

Nú er skólaárið 2023-2024 að hefjast og fullt af spennandi verkefnum framundan. Hér er fyrsta foreldrabréfið en í því eru viðburðir framundan ásamt áríðandi skilaboðum til allra. 


...meira

16.8.2023 : Skólasetning 2023-2024

Hinsegin-dagar-2-Nú er skólaárið 2023-2024 að fara af stað. Starfsfólk er á fullu við undirbúning og hlakkar til að taka á móti okkar frábæru nemendum. Við erum full bjartsýni fyrir komandi vetri.
Skólasetning er 23. ágúst á eftirtöldum tímum:

kl. 09:00 2.-4. bekkur 
kl. 09:30 5.-7. bekkur
kl. 10:00 8.-10. bekkur

Forsjáraðilar og nemendur í 1. bekk fara í viðtal á þessum degi til síns umsjónarkennara og  mæta síðan á skólasetningu 24. ágúst á sal skólans. Eftir skólasetninguna fara nemendur á sitt heimasvæði og hefja skólagöngu sína.

Hraunsel er lokað vegna starfsdags 22. og 23. ágúst. Aftur á móti verður opið hús í Hraunseli frá kl. 15:00-16:00 þann 23. ágúst. Þar gefst forsjáraðilum kostur á að sjá umhverfi Hraunsels og spjalla við starfsfólkið. 

...meira

15.6.2023 : Sumarkveðja

Vallarhatid-2023Starfsfólk Hraunvallskóla sendir hlýjar sumarkveðjur til landsmanna nær og fjær. Við höfum lokað skrifstofu skólans en opnum aftur 15. ágúst. Skólasetning er 23. ágúst en nánari upplýsingar birtast hér á heimasíðu skólans þegar nær dregur. Gleðilegt sumar!

...meira

6.6.2023 : Velkomin á Vellina - Hverfishátíð við Hraunvallaskóla

Velkomin-a-VellinaForeldrafélag Hraunvallaskóla býður til hverfishátíðar miðvikudaginn 7. júní frá kl.16:30. Á planinu við skólann verða skemmtiatriði, bubblebolti, hoppukastalar, andlitsmálun, pylsusala, tónlist og lifandi götustemning með matarvögnum.
  • BMX brós opna hátíðina kl.16:30
  • Sirkus Íslands skemmtir börnum og fullorðnum
  • Bubblebolti á fótboltavellinum
  • Risarennibraut
  • Hoppukastali
  • Andlitsmálun
  • Pylsusala og fleiri veitingar í sölubásum
  • Ís í boði foreldrafélagsins fyrir öll börn
Götubitinn – Street Food verður á staðnum með úrval matarvagnaVerið öll velkomin! ...meira

5.6.2023 : Útskrift og skólaslit

Skolahreysti-278687211_1335104296958503_4762401888333180387_n_1653302714442Þriðjudaginn 6. júní útskrifast nemendur úr 10. bekk skólans. Þetta er stór stund sem við fáum að upplifa saman.
Útskriftin er á eftirtöldum tímum:
kl. 16:00 Útskrifast 10. ÓS
kl. 17:00 Útskrifast 10. JTS
kl. 18:00 Útskrifast 10. KJ
Hverjum nemanda er frjálst að bjóða með sér allt að 5 gestum og hlökkum við til að sjá ykkur öll saman á þessum merku tímamótum.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is