Fréttir

9.4.2021 : Framundan í apríl

4.-bekkur-7.-april-2021Nú er aprílmánuður kominn á fullt og ýmislegt framundan. Sumum atburðum þurfum við því miður að aflýsa, öðrum höfum við frestað og á meðan reynum við að halda í það sem við getum. Við leggjum miklar áherslur á sóttvarnir þ.e. handþvott, spritt og þrif milli hópa og er frábært að sjá hve nemendur eru duglegir að hjálpa okkur þar. Við höfum gert ýmsar breytingar hér innanhúss til þess að fylgja eftir þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. Mikilvægast er að öllum líði vel bæði nemendum og starfsfólki. Við höldum áfram að gera þetta saman því þannig vinnum við þessa baráttu.

...meira

8.4.2021 : Blái dagurinn 9. apríl

Á bláa daginn, sem er 9. apríl að þessu sinni, klæðumst við bláu og fögnum fjölbreytileikanum með einhverfu snillingunum okkar. Hægt er að finna skemmtileg fræðslumyndbönd um einhverfu hér: https://blarapril.is/

...meira

8.4.2021 : Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022

Kæru foreldrar og forráðamenn

Opnað hefur verið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2021-2022. Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Umsókn gildir í eitt skólaár í senn (ágúst-júní) og þær umsóknir sem berast fyrir 15. júní eru í forgangi. Umsóknir sem berast eftir þann tíma geta farið á biðlista og eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst. Við skráningu er mikilvægt að tryggja að allar upplýsingar séu tilgreindar og réttar. Þegar barn fær vistun á frístundaheimili þá berst boð á það netfang sem fylgdi skráningu barns. Boð þarf að staðfesta með svari innan þriggja daga.

Nánari upplýsingar - https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/skolar-og-born/fristundaheimili/

Skráningarform - https://fristund.vala.is/umsokn/#/

------------------------------------------------

Registration for after-school centers during the school year 2021-2022

Dear parents and guardians

Registration has been opened for after-school centers for the school year 2021-2022. The after-school centers in Hafnarfjörður are intended for children in the 1st to 4th grade and are operated in all primary schools in Hafnarfjörður. The role of after-school centres is to offer diverse leisure activities for students after the traditional school day. The work is based on choice, group work, workshops and outdoor activities. Applications are valid for one school year at a time (August-June) and applications received before June 15th will have priority during admittance. Applications received after that time will not be processed until August. When registering, it is important to ensure that all information is correct and that special needs are noticed. When a child receives a notification of a stay at an after-school centre, the parent will get an e-mail at the address stated. The parent will have to reply and accept invite within three days

Further information - https://www.hafnarfjordur.is/en/services/schools-and-children/after-school-centres/

Registration form - https://fristund.vala.is/umsokn/#/

...meira

3.4.2021 : Nánari upplýsingar um mætingu nemenda á þriðjudaginn

Eins og fram hefur komið þá mæta nemendur seinna en venjulega í skólann á þriðjudaginn vegna nýrra sóttvarnarreglna. Nánari tímasetningar á mætingu eru:

  • Nemendur í 1.-7. bekk mæta kl. 10:00 á sitt heimasvæði þar sem umsjónarkennarar taka á móti þeim.
  • Nemendur í 8. KJ og 8. ÓS mæta í íþróttir á Ásvöllum kl. 09:45. Aðrir nemendur í unglingadeild mæta kl. 10:00 í þann tíma sem er á þeirra stundatöflu.
Við viljum minna á að nemendur eiga ekki að koma í skólann ef þau finna fyrir flensueinkennum eins og hósta, hita og hálssærindum. Hægt að sjá einkenni Covid-19 nánar hér https://www.covid.is/undirflokkar/ad-fordast-smit.
Við hlökkum til að hefja skólastarf aftur og höldum áfram að standa saman gegn þessari veiru.

...meira

31.3.2021 : Skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar eftir páska til 15. apríl

Til foreldra í grunnskólum Hafnarfjarðar

Ný reglugerð um skólahald grunnskóla kom út í dag, og gildir eftir páska fram til 15. apríl, sem færir þá niðurstöðu að grunnskólastarf hefst á þriðjudegi eftir páska líkt og í hefðbundnu skólaári. Kennsla hefst þó ekki fyrr en í þriðju kennslustund eða kl. 10 þann dag. Skólastarf er með hefðbundnu sniði, þ.e. full kennsla í öllum námsgreinum skv. stundaskrá (þó er beðið eftir að fá samþykki á því að opna megi sundlaugar fyrir grunnskólakennslu þótt þær séu lokaðar að öðru leyti og verður staðfest eftir páska).

Engin grímuskylda er hjá nemendum þótt slíkt gildi fyrir starfsfólk í sameiginlegum rýmum og ef nánd við nemendur er minni en 2m við kennslu/samskipti. Tónlistarkennsla fer fram í grunnskólum líkt og áður og starfsfólk skólaþjónustu má fara í grunnskóla en foreldrar og aðrir gestir er óheimilt að koma í skólana á fundi, með fræðslu eða á viðburði. 

Starfsemi frístundaheimila er óbreytt en mögulega þarf í einhverjum tilvikum að takmarka stærð hópa svo þeir verði aldrei með fleiri en 50 börn sem reglugerðin miðar við sem hámarksfjöldi nemenda saman í kennslu eða viðburðum innan skóla, utan sameiginlegra rýma eins og matsals og ganga. 

Matarþjónusta verður óbreytt miðað við hefðbundna framkvæmd og hefst því með morgunávöxtum á þriðjudeginum í samræmi við áskriftir nemenda.

Varðandi leyfi fyrir nemendur, hvort heldur vegna veikinda eða annarra ástæðna, gilda sömu reglur og áður og engar sérstakar undanþágur eru í gildi vegna sóttvarnaáherslna.

Með von um gleðilega páska og bjartari stundir með vortímanum sem er fram undan.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.

...meira

30.3.2021 : Varlafréttir

Varlafréttir eru hluti Hraunvallaleika sem eru í vikunni fyrir páskafrí. Ekki náðist að klára en krakkarnir voru búin að vera ótrúlega dugleg að setja inn efni eins og sjá má á heimasíðu Varlafrétta - ekki náðist þó að klára alveg myndina "Varlafréttir - the movie" en við gerum fastlega ráð fyrir því að hún fari í loftið þegar skólastarf fer í gang að nýju. 

...meira

24.3.2021 : Skólanum lokað fram að páskum

SkolinnSamkvæmt nýjum sóttvarnarreglum frá ríkisstjórn landsins verður öllum grunnskólum lokað frá og með miðnætti í kvöld. Það þýðir að enginn starfsemi verður í skólanum fram að páskum. 

...meira

17.3.2021 : Forvarnarfræðsla í 8. bekk

Föstudaginn 12. mars kom Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður, í heimsókn til 8. bekkja í Hraunvallaskóla. Nemendur tóku vel á móti honum og hlustuðu með athygli. Jón ræddi m.a. um heilbrigðan lífstíl, jákvæðni, mikilvægi þess að mynda sér stefnu og taka ábyrgar ákvarðanir um líf sitt. Takk fyrir komuna Jón Ragnar Jónsson

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is