Fréttir

9.4.2024 : Foreldrabréf fyrir apríl

Hér er foreldrabréfið okkar fyrir apríl mánuð. Rólegur mánuður framundan en ýmislegt á dagskránni samt sem áður. Með hækkandi sól er mikilvægt að skoða vel hjól barnanna og hjólareglur skólans.


Paskabros

22.3.2024 : Gleðilega páska

Kæru foreldrar/forráðamenn

Páskabrosið er komið út. Lesið og njótið. Það er svo margt skemmtilegt í gangi hjá okkur á hverjum degi! Smellið hér til að lesa Páskabrosið.

Hafið það sem allra best um páskana. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 2. apríl.

...meira

7.3.2024 : Foreldrabréfið fyrir mars

Hér er foreldrabréfið fyrir mars. Það styttist í páskafrí en samt er nóg framundan.
Við hvetjum ykkur til þess að lesa vel yfir teymiskennsluna því það er afar fróðlegt og þið fáið góða sýn á þá vinnu sem er í gangi í skólanum.29.2.2024 : Ávaxtakarfan - söngleikur

Avaxtakarfan

Dagana 1. og 2. mars verður söngleikurinn Ávaxtakarfan sýndur í Hraunvallaskóla

Sýningar verða föstudaginn 1. mars kl. 18:00 og laugardaginn 2. mars kl. 12:00 og 15:00. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna - Ekki láta þessa sýningu framhjá ykkur fara! Miðasalan er hafin og er í Mosanum og á skrifstofu Hraunvallaskóla. ...meira

6.2.2024 : Foreldrabréf fyrir febrúar

Hér er foreldrabréfið fyrir febrúar. Það er margt skemmtilegt um að vera hjá okkur á næstunni og vil ég sérstaklega taka fram að miðasala fyrir söngleikinn okkar um Ávaxtakörfuna hefst þann 15. febrúar en sýningar verða 1. og 2. mars. Fyrsti líðanfundurinn okkar fór fram í dag og hlökkum við til að eiga þessa fundi með ykkur öllum.


16.1.2024 : Opið fyrir haustinnritun í grunnskóla og frístundaheimili

B010BCB8-2184-4F5A-A3F5-9CB158778DCAOpnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2024 og er fyrsta viðmið um umsóknarfrest 1. febrúar. Samhliða hefur verið opnað fyrir skráningu nemenda í frístund á frístundaheimili hvers og eins skóla. Innritun barna í grunnskóla og frístund er á ábyrgð foreldra/forsjáraðila. 

...meira

16.1.2024 : Opið fyrir skráningu á frístundaheimili 2024-2025

Opið er fyrir skráningu á frístundaheimili Hafnarfjarðarbæjar fyrir skólaárið 2024-2025. Frístundaheimilin eru í boði fyrir börn í 1. – 4. bekkjum grunnskólanna og starfa við alla grunnskóla bæjarins. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

...meira

3.1.2024 : Foreldrabréf fyrir janúar

Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári. Við förum full bjartsýni inn í árið 2024 og hlökkum til áframhaldandi samstarfs. Hér er foreldrabréfið fyrir janúar og viljum við vekja athygli á þeim viðburðum sem framundan eru.Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is