Fréttir

27.9.2022 : Gulldrekalottó

GulldrekarNú er komið að árlega GULLDREKA- lóttó leiknum okkar en leikurinn byrjar mánudaginn 3. október og stendur yfir í 2 vikur. Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram við að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans (matsal, göngum og skólalóð) og jákvætt andrúmsloft skapast sem leiðir til betri hegðunar. 

Allir nemendur geta verið með í leiknum sem gengur út á það að 10 nemendur skólans í 1.-4. bekk annars vegar og 5.-10. bekk hinsvegar, fá einn „Gulldreka“ á dag í 10 daga. Hvor hópur safnar þá samtals 100 „Gulldrekum“. Þar sem þetta er lottó þá geta allir unnið ef þeir bara fara eftir SMT skólareglum.

...meira

8.9.2022 : Skipulagsdagur og skólakynningar

SkolamyndÁ morgun föstudag er skipulagsdagur í Hraunvallaskóla og nemendur því heima meðan kennarar og starfsfólk skipuleggja áframhaldandi starf og sinnir endurmenntun. Hraunsel er opið og hefur skráningu verið lokað þangað.

Í næstu viku hefjast skólakynningar og eru þær haldnar á heimasvæðum viðkomandi árgangs. Þriðjudaginn 13. sept. mun 8. bekkur ríða á vaðið og hefst kynningin kl. 08:30, nemendur mæta í skólann kl. 09:35. Miðvikudaginn 14. sept. er kynning fyrir 2. bekk og hefst kynningin þar kl. 08:15 og nemendur mæta í skólann kl. 08:15. Fimmtudaginn 15. sept. mun síðan 5. bekkur verað með sína kynningu og hefst hún kl. 08:15, nemendur mæta í skólann kl. 09:15.

Við hvetjum foreldra til að mæta og fá kynningu á því frábæra starfi sem fram fer í skólanum og þannig styrkjum við meðal annars samband heimili og skóla.

...meira

1.9.2022 : Framundan í september

Þetta skólaárið byrjum við á hefðbundinn hátt. Nemendur eru allir að aðlagast og sú aðlögum að fá alla nemendur í 1.-10. bekk inn í skólann gengur vel.

Gott samstarf milli heimilis og skóla er lykillinn af farsælli skólagöngu og hlökkum við til að eiga góð samskipti í vetur.

Hér er foreldrabréfið okkar um það sem er framundan í september.

...meira

16.8.2022 : Skólasetning 23. ágúst

Hinsegin-dagar-2-Þriðjudaginn 23. ágúst skólasetning í Hraunvallaskóla fyrir skólaárið 2022-2023. Við hlökkum til að koma skólastarfinu af stað og hitta okkar frábæru nemendur. Nemendur koma á mismunandi tímum á skólasetninguna og eru foreldrar hjartanlega velkomnir með.

Hér eru tímasetningarnar á skólasetninguna:

kl. 09:00 2. og 3. bekkur

kl. 09:30 4. og 5. bekkur

kl. 10:00 6. og 7. bekkur

kl. 10:30 8. - 10. bekkur

1. bekkingar fá boð frá skólanum um hvenær þeir eiga að mæta í viðtal hjá umsjónarkennara þennan dag. Formleg skólasetning verður síðan daginn eftir kl. 08:15 á sal skólans. Eftir skólasetningu fara nemendur með umsjónarkennurum sínum inn á heimasvæði og hefja skólagönguna.

Í Hraunseli eru skipulagsdagar bæði mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. ágúst og er Hraunsel því lokað báða þessa daga.

...meira

5.8.2022 : Gleðilega hinsegin daga

Hinsegin-dagar-2-Við í Hraunvallaskóla hlökkum til nýs skólaárs. Fögnum fjölbreytileikanum og verum góð við hvert annað. 

13.6.2022 : Sumarkveðja

SumarbrosidUm leið og við þökkum fyrir samstarfið í vetur þá viljum við gleðja ykkur með Sumarbrosinu okkar. Smellið hér og fræðist um hvað nemendur voru að bralla þessa síðustu vordaga. 

Skrifstofa skólans lokar 16. júní og opnar aftur 15. ágúst. Skólasetning er 23. ágúst og verður auglýst nánar síðar. 

HAFIÐ ÞAÐ SEM ALLRA BEST Í SUMARFRÍINU!

...meira

9.6.2022 : Hverfishátíð

Minnum á vorhátíðina í dag fimmtudag.

 

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is