Fréttir

13.1.2021 : Á þitt barn rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk?

SerstakurIthrottastyrkur2020_2021Information in English (easy to translate to more languages)

Opið er fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Verkefnið hefur það að markmiði að jafna tækifæri þeirra fjölskyldna sem tekjulægri eru til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2021. Hægt er með mjög auðveldum hætti að kanna rétt til styrks á Island.is.

...meira

5.1.2021 : Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 7. janúar

Hlaup-2

Til foreldra í grunnskólum Hafnarfjarðar

Grunnskólastarfi verður breytt í ljósi nýjustu sóttvarnareglna frá yfirvöldum, frá 21. desember 2020, á þann veg að full kennsla samkvæmt stundaskrá haustið 2020 hefst í öllum árgöngum í öllum skólum, m.a. valgreinar og kennsla skólaíþrótta í íþróttahúsum og sundlaugum hjá öllum nemendum. Þessar breytingar eru í undirbúningi og munu taka gildi í einstaka skólum í þessari viku eða í síðasta lagi mánudaginn 11. janúar 2021, allt eftir aðstæðum í einstaka skólum. Hver skóli mun tilkynna forráðamönnum hvenær þær taka gildi hjá viðkomandi nemendum. Kennsla í Hraunvallaskóla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 7. janúar.

Með þessum breytingum mun matarþjónusta komast í eðlilegt horf, þ.e. hafragrautargjöf að morgni og síðdegishressing nemenda í 5.-10. bekk munu munu hefjast á ný og hefðbundin matarþjónusta verður á ný í matsal skóla fyrir alla nemendur. Grímuskylda nemenda leggst af með öllu.

Áfram verða þó ýmsar takmarkanir í gangi varðandi skólastarfið. Þannig verða óbreyttar reglur varðandi heimsóknir foreldra og aðgengi annarra sem styðja við skólastarfið og grímuskylda er meðal fullorðinna eftir ákveðnum leikreglum.

Við vonumst til að hægt verði að halda þessari framkvæmd sem lengst en núverandi reglur gilda til 28. febrúar nk.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar. 

...meira

18.12.2020 : Jólabrosið

Jolabrosid-2020

Kæru foreldrar/forsjáraðilar.

Með þessu Jólabrosi sendum við ykkur innilegar hátíðarkveðjur. Kærar þakkir fyrir samheldni, þrautseigju, kærleika og jákvæðni á þessu ótrúlega skólaári. Megið þið njóta jólanna í jólakúlunni ykkar og hjálpumst að við að fylgja sóttvarnarreglunum um hátíðarnar.

Kær kveðja, starfsfólk Hraunvallaskóla.

...meira

16.12.2020 : Til starfsmanna og forráðamanna nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar

Hlaup-4Það er að koma jólafrí í grunnskólum Hafnarfjarðar og langþráð hvíld framundan. Með þessum jólapósti viljum við þakka samstarfið alla haustönnina um leið og við viljum kynna það skipulag sem tekur við byrjun janúar. Eins og staðan er höfum við ekki fengið að vita hvort, og þá hverjar, verði breytingar á reglum um skólastarf um áramótin. En núverandi reglur gilda til 31. desember.

Skólastjórnendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa þó fengið þau tilmæli að undirbúa breytingar með aukningu á kennslu í 5.-10. bekk frá áramótum á meðan skóla- og frístundastarf í 1.-4. bekk verður óbreytt frá því sem nú er og matarþjónustan og starfsemi félagsmiðstöðva sömuleiðis. Núna eru að jafnaði 4 kennslustundir í skóla í 5.-10. bekk en þær munu verða a.m.k. 5 á dag að jafnaði, eða 25 á viku, í þessum árgöngum eftir áramótin.

...meira

7.12.2020 : Jólamánuðurinn

JolamyndNú er árið 2020 aldeilis farið að styttast og jólin framundan. Desember mánuður er ávallt fullur af skemmtilegum verkefnum og reynum við eftir fremsta megni að hafa uppbrot þrátt fyrir þessa einstöku tíma. Við mælum með kaffibolla og smá súkkulaði við lestur þessa pistils. 

...meira

1.12.2020 : Skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar frá 2. desember

Taeknidagar-2020

Ný sóttvarnartilmæli komu í dag og kveða á um óbreyttar sóttvarnir í landinu, a.m.k. í eina viku í viðbót. Eftir yfirferð skólastjórnenda varðandi skólastarfið var það sameiginleg niðurstaða að halda óbreyttu skipulagi í kennslu allra grunnskóla bæjarins fram að jólafríi nemenda. Það verður reynt að auka sveigjanlega og fjölbreytni í kennslu eins og kostur er. Desember er tími jólaundirbúnings sem er hluti af hefðbundnu grunnskólastarfi í desember og það verður áfram. Þessi ákvörðun byggir á því viðhafa festu og öryggi í öllum aðgerðum okkar út frá sóttvörnum og vera ekki stöðugt að gera breytingar.

Um áramót er stefnt að því að auka kennslu í 5.-10. bekkjum og það skipulag verður kynnt foreldrum í upphafi nýs árs. Það eru þó takmörk á því hve mikið er unnt að auka kennslumagn nema að létt verði á öllum á takmörkunum í skólastarfi, s.s. aflétta kennsluhólfum, fjölda fullorðinna sem má eiga samskipti daglega í skóla og grímuskyldu hjá elstu nemendunum. Aflétting og ný tilmæli eru forsenda þess að hægt sé að taka upp fulla íþrótta- og sundkennslu, valhópa og margvíslegar smiðjur sem eru skipulagðar þvert á bekki og árganga innan og milli skóla, auk þess að taka upp hefðbundið samstarf allra sem starfa í skóla sem þarf til að skólastarfið nái sem best markmiðum sínum.

Við vonumst til þess að aðventan og jólin verði fjölskyldum ykkar gleðileg og færi öllum hvíld og farsæld til að takast á við skólastarfið enn frekar á nýju ári.

Hafnarfirði 1. desember 2020.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar

...meira

27.11.2020 : Röskun á skólastarfi - leiðbeiningar uppfærðar

Gul-IS-1080x1080Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar og í þeim er nú unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Leiðbeiningarnar, sem gefnar hafa verið út á íslensku, ensku og pólsku, fela í sér tilmæli um viðbrögð og hlutverk foreldra/forsjáraðila barna í skólum og frístundastarfi þegar veðurviðvaranir eru gefnar út. Leiðbeiningarnar eiga við "yngri börn" þ.e. börn yngri en 12 ára.

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur verið falið af sveitarfélögunum á svæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna hér: https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/

...meira

20.11.2020 : Breytingar á grunnskólastarfi frá mánudegi 23. nóvember 2020.

Í eitt skiptið enn, og ólíklega það síðasta, þurfum við að kynna ykkur breytingar á framkvæmd grunnskólastarfs í Hafnarfirði á þessu skólaári. Þessar breytingar sem um ræðir taka gildi mánudaginn 23. nóvember og gilda til og með 1. desember nk. Við nýjar breytingar leggjum við áherslu á að stíga varlega til jarðar og fara ekki í aðgerðir eða breytingar sem vanvirða sóttvarnareglur heilbrigðisyfirvalda eða setja skólastarfið á hliðina þannig að ekki sé hægt sé að halda úti föstu skólastarfi fyrir alla nemendur á hverjum skóladegi. Við biðjum um þolinmæði gagnvart þessum breytingum en leggjum um leið áherslu á mikilvægi þess að samstaða og samvinna sé um framkvæmdina – sem er samræmd fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar. 

Sjá nánar hér.......

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is