Fréttir

21.10.2020 : Tæknidagar

Taeknidagar-2020Í október voru skipulagðir tæknidagar í öllum deildum Hraunvallaskóla. Markmiðið var að allir árgangar fengju tækifæri til að vinna spennandi verkefni tengd tækni og kynna sér eitthvað nýtt og spennandi í þeim efnum undir leiðsögn kennaranna sinna. Miðdeild reið á vaðið vikuna 5.-9. október, yngri deild kom í kjölfarið 12.-16. október og unglingadeild þessa síðustu viku fyrir vetrarfrí. 

...meira

20.10.2020 : Fréttir úr skólastarfinu

Við viljum þakka fyrir þátttöku foreldra/forsjáraðila á
samtalsdaginn. Það var mikilvægt að heyra raddir foreldra/forsjáraðila á skólastarfinu. Nemendur hafa staðið sig afar vel það sem af er skólaári og eiga hrós skilið fyrir langlundargeð á þessum sérstöku tímum. Túlkaviðtöl verða mánudaginn 26. okt. og verður nánara skipulag sent til þeirra sem málið varðar.

...meira

5.10.2020 : Sóttvarnir í Hraunvallaskóla

Covid-19-8-1024x717Minnisblað sóttvarnalæknis um breytingar frá 5. október, til og með 17. október, kveða á um að grunnskólastarf verði óbreytt en samt gildi þar 30 manna hámarksregla fullorðinna í hverju rými og 1m fjarlægðarregla. Lagt er upp með að skólastarf verði með venjubundnum hætti en samt sem áður er nauðsynlegt að gera nokkrar breytingar sem í grunninn snúast um að einfalda skólastarfið eins og kostur er. Þannig mun Gulldrekalottó frestast, allar vettvangsferðir nemenda falla niður þessa daga sem og tónlistarkennsla sem fer fram í Hraunvallaskóla.

Búið er að gera nauðsynlegar ráðstafanir innan húss sem snúa að því að minnka samneyti og blöndun starfsfólks. Vinnusvæði starfsmanna hafa verið skilgreind og afmörkuð, matar- og kaffistofum hefur verið fjölgað og samstarf og samvinna færð yfir á rafrænan máta eins og kostur er.

Allur umgangur utanaðkomandi inn í skólabygginguna er bannaður þessa daga. Ítrekað er að foreldrar eiga ekki að koma inn í skólann nema hafa fengið boð frá starfsmanni skóla. Þeir sem fá boð um að koma inn í skólann þurfa að vera með grímu til að minnka hættu á smiti.

...meira

1.10.2020 : Samtalsvika 5.-9. okt.

SamtalsdagurSamtalsdagurinn 8. október verður með breyttu sniði í ár vegna heimsfaraldurs COVID-19. Í ljósi aðstæðna er ekki ráðlegt að fá stóran hóp foreldra/forsjáraðila inn í skólabygginguna á einum degi. Samtölin fara því fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað. Nemendur ættu að vera búnir að skila inn gátlista til umsjónarkennara sem verður hafður til hliðsjónar í samtalinu. Miðað er við að umsjónarkennarar klári samtölin í vikunni 5. -9. október. Í gátlistanum gátu foreldrar/forsjáraðilar afþakkað samtal og mun umsjónarkennari þá nota gátlistann sér til upplýsinga um nemandann. 

...meira
Mynd-3_1591201204823

30.9.2020 : Framundan í október

Í októbermánuði er margt að gerast hjá okkur í Hraunvallaskóla. Fyrstu tvær vikurnar þ.e. 5.-16. okt. verður okkar árlega „Gulldrekalottó“ þar sem nemendur geta fengið gulldreka fyrir að fylgja eftir SMT reglum skólans. 

Við erum að prófa þá nýjung að vera með tæknidaga í öllum deildum. Á þessum dögum fá nemendur að prófa hin ýmsu tæki sem skólinn á. Einnig verður tæknin samþætt í hinum ýmsu verkefnum og faggreinum. Hver deild fær ákveðna daga til notkunar þannig að flestir fái að njóta sín. Miðdeild hefur dagana 5.-9. okt., yngri deild 12.-16. okt. og unglingadeildin 19. og 20. okt. 

...meira

28.9.2020 : Gulldrekalottó 2020

HafnarfjarðarbærNú er komið að árlega GULLDREKA- lóttó leiknum okkar. Leikurinn byrjar mánudaginn 5. október og stendur yfir í 2 vikur. Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram við að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans ( matsal, göngum og skólalóð) en þannig skapast jákvætt andrúmsloft sem leiðir almennt til betri hegðunar. Allir nemendur geta verið með í leiknum sem gengur út á það að 10 nemendur skólans í 1.-4. bekk annars vegar og 5.-10. bekk hinsvegar, fá einn „Gulldreka“ á dag í 10 daga. Hvor hópur safnar þá samtals 100 „Gulldrekum“. Þar sem þetta er lottó þá geta allir unnið ef þeir bara fara eftir SMT skólareglum. 

...meira

23.9.2020 : Ólympíuhlaup ÍSÍ 2020

Hlaup-1Það voru hressir og brosandi krakkar sem tóku þátt í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær þriðjudaginn 22. september. Nemendur létu blautt veður ekki á sig fá og hlupu eða gengu vasklega merktan hring um skólahverfið. Allir nemendur fóru í það minnsta einn hring og margir kusu að fara fleiri. Eftir því sem leið á hlaupið batnaði líka veðrið og allir komu glaðir aftur í hús til að halda áfram með verkefnin sín.

...meira

17.9.2020 : Tilkynning - Sóttvarnir

ImagesKæru foreldrar/forsjáraðilar
Því miður eru fréttir af covid smitum undanfarna daga alls ekki góðar. Það sýnir okkur enn og aftur að við megum ekki láta deigan síga og að þessari baráttu er ekki lokið hjá okkur. Það er því ENN MEIRI ástæða til að skerpa á sóttvörnunum og brýna allar aðgerðir okkar. Við þurfum að gera allt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir smit í skólanum okkar og koma í veg fyrir að stór hópur þurfi að fara í sóttkví. Ég vil því ítreka einstaklingsbundnar sóttvarnar með handþvotti og spritti og 1M regluna. Eins er mikilvægt að takmarka alla óþarfa umferð fullorðinna um skólann okkar. Foreldrar/forsjáraðilar eru því vinsamlegast beðnir um að koma ekki inn í skólabygginguna nema brýna nauðsyn beri til.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is