Fréttir

24.9.2021 : Gulldrekalottó

GulldrekiNú er komið að árlega “GULLDREKALOTTÓ” leiknum okkar. Leikurinn byrjar mánudaginn 27. september og stendur yfir í 2 vikur.

Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram við að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans (matsal, göngum og skólalóð). Jákvætt andrúmsloft skapast sem leiðir til betri hegðunar.

Allir nemendur geta verið með í leiknum. 

...meira

21.9.2021 : Appelsínugul veðurviðvörun frá kl. 13:30 - 17:00 í dag

Appelsinugul-is-1080x1080Skilaboð til foreldra og forráðamanna

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi frá kl. 13:30 - 17:00 í dag þriðjudaginn 21. september 2021. Nánar á vef Veðurstofu Íslands

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum úr skólanum. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd. Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístunda­starfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.

...meira

27.8.2021 : Viðburðir í september

Velkomin-i-skolannMikið er nú gott að vera komin af stað aftur eftir sumarfrí. Allir komnir í sína rútínu og lífið farið að ganga sinn vanagang. Nemendur koma glaðir og spenntir inn í skólaárið og við öll hér í skólanum himinlifandi með alla. Nú ætla ég að fara yfir þá viðburði sem verða nú í september og er stefnan sett á eins og í fyrra að gera þetta í upphafi hvers mánaðar. Þetta eykur upplýsingaflæði og samvinnu heimilis og skóla og gengur skólastarfið mun betur þegar við vinnum saman.

...meira

23.8.2021 : Frá skólastjóra

Hlaup-4Kæru foreldrar/forsjáraðilar

Skólinn verður settur á morgun, þriðjudaginn 24. ágúst. Undirbúningur skólastarfs gekk vel á skipulagsdögum og er starfsfólk eftirvæntingarfullt að starfa með nemendum í vetur. Komandi skólaár stunda um 620 nemendur nám við skólann. Fjöldi umsjónarbekkja er nú 30 og meðal bekkjarstærð er um 21 nemandi líkt og verið hefur síðastliðin ár.

Skólasetning fer fram á heimasvæði/heimastofu og verður án foreldra/forsjáraðila þetta skólaárið (sjá nánar hér neðar). Nemendur í 1. bekk koma með foreldri/forsjáraðila (aðeins einn aðili) í viðtal til umsjónarkennara 24. ágúst. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá kl. 08:15/08:30 miðvikudaginn 25. ágúst.  Ef nemendur eru óvissir hvar þeirra heimasvæði eða stofa er þá verðum við hér á göngum skólans þeim til aðstoðar.

Kennsla hefst síðan samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 25. ágúst. Mikilvægt er að skoða stundatöfluna vel og taka með íþrótta- eða sundföt ef við á. Í lok þessarar viku kemur síðan póstur frá okkur um það sem er framundan. Við byrjuðum á þessum póstum á síðasta skólaári og hvetjum ykkur til að lesa þá vel og tileinka ykkur þær upplýsingar sem tilheyra ykkar barni. Þarna eru líka hlutir sem þið getið rætt við ykkar barn og skapað þannig umræðugrundvöll um það sem er framundan.

Ráðstafanir út af covid.....

...meira

23.8.2021 : Upplýsingar til foreldra frá skrifstofu mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðar

Til foreldra í grunnskólum Hafnarfjarðar haustið 2021

Þetta er sérstakur upplýsingapóstur til foreldra í grunnskólum Hafnarfjarðar vegna skólastarfsins í upphafi hausts 2021 þegar kórónaveirufaraldur er enn í gangi. Um leið og við þurfum að miðla upplýsingum um þá framkvæmd sem er fram undan þá vonum við að sumarið hafi verið ykkur og fjölskyldunni allri ánægjulegt og veitt hvíld og gleði nú þegar skólastarfið hefst á ný.

Meðal grunnskóla Hafnarfjarðar, og í samræmi við leiðbeiningar almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, er unnið eftir samhæfðum viðmiðum og viðhafðar samræmdar aðgerðir í skólunum eins og við á - þótt einnig geti aðstæður í einstaka skólum ráðið framkvæmd út frá sérkennum og stærð skóla án þess að brjóta almenn viðmið.

Meginatriði í skilaboðum okkar til heimilanna er að stefnt sé að því að skólastarfið verði í sem eðlilegustum farvegi í allan vetur. Það felur fyrst og fremst í sér að skólastarfið er miðað við fulla kennslu samkvæmt aðalnámskrá þar sem allar námsgreinar eru kenndar og fullur skóladagur í gangi allt skólaárið með öllum þeim verkefnum sem því fylgja, t.d. frístundaheimili, félagsmiðstöð, matarþjónusta og skólaþjónusta. En að því sögðu er ljóst að margir óvissuþættir eru með skólastarfið og verða þeir reifaðir hér aðeins áfram.

...meira

16.8.2021 : Skólasetning - BREYTING

Þriðjudagur 24. ágúst

Skólasetning verður án foreldra/forsjáraðila þetta skólaárið.

kl. 08:30 8., 9. og 10. bekkur - nemendur mæta beint í sína heimastofu
kl. 09:00 6. og 7. bekkur - nemendur mæta beint á sitt heimasvæði
kl. 09:30 2. og 3. bekkur - nemendur mæta beint á sitt heimasvæði
kl. 10:30 4. og 5. bekkur - nemendur mæta beint á sitt heimasvæði

Nemendur í 1. bekk koma með foreldri/forsjáraðila (aðeins einn aðili) í viðtal til umsjónarkennara 24. ágúst.


Miðvikudagur 25. ágúst

kl. 08:15/08:30 Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá

...meira

6.8.2021 : Skrifstofa Hraunvallaskóla

Skrifstofa Hraunvallaskóla opnar föstudaginn 13. ágúst 2021

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá 7:45 til 16:00 og á föstudögum frá 7:45 til 15:00

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is