Fréttir

16.6.2021 : Sumarkveðja

Mynd_1623843900152Kæru foreldrar/forsjáraðilar

Um leið og við sendum ykkur kærar sumarkveðjur þá viljum við láta ykkur vita að Brosið, fréttablað Hraunvallaskóla er komið út. Brosið er veglegt að venju enda er það lýsandi fyrir það góða starf sem við stöndum fyrir hér í Hraunvallaskóla. Við viljum vekja sérstaka athygli á verðlaunasögu Kolbrúnar Garðarsdóttur sem heitir ,,Snjókorn sem taka sinn tíma“ en sagan hlaut 1. verðlaun í smásögukeppni Stóru upplestrarkeppinnar í ár. Smellið hér til að lesa Brosið.

Sumarkveðja!

...meira

15.6.2021 : Leikjanámskeið í Hraunseli / Summer course in Hraunsel

Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann. Á vefnum www.tomstund.is er hægt að skoða námskeið og sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Opið er fyrir skráningar frá og með 28. apríl 2021. 

Upplýsingabæklingur

Sumarfrístund fyrir 6 ára (útskriftarhópar leikskólanna)

Dagana 4. – 23. ágúst er boðið uppá fjölbreytta og uppbyggilega sumarfrístund í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði fyrir börn í útskriftarhóp leikskólanna, 6 ára börn fædd árið 2014. Námskeiðin eru líkt og hefðbundin sumarnámskeið en mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, hollustu og er sérstaklega lagt upp með að fara í fjölbreytta leiki. Börnin fá tækifæri til að kynnast sínu frístundaheimili og nærumhverfi skólans með það að leiðarljósi að auka öryggi þeirra og vellíðan við upphaf skólagöngu.

Sumarfrístund fyrir 7-9 ára

Sumarnámskeið eru starfrækt í öllum frístundaheimilum Hafnarfjarðar. Sumarfrístund inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af skapandi verkefnum, leikjum, hreyfingu, spennandi ferðum, sundferðum og sameiginlegum viðburðum. Dagskrá getur verið breytileg eftir því hvaða frístundaheimili er valið. Námskeið eru í boði í öllum frístundaheimilum frá 14. júní til 2. júlí. Boðið er uppá miðlægt námskeið í frístundaheimilinu Krakkabergi frá 5. júlí og hefjast námskeið aftur í öllum skólum 4. ágúst og standa til 23.ágúst.

Opið er fyrir skráningu í sumarfrístund frá og með 28.apríl. Sjá nánar á www.tomstund.is

Summer course brochure

Summer course for children aged 6 (preschool graduates)

During the period between from August 4 to August 23 all the after-school centres in Hafnarfjörður will be offering varied and constructive summer activities for preschool graduates, i.e. children aged 6 born in 2014. The programmes are similar to conventional summer programmes and considerable importance is placed on outdoor activities, exercise and healthiness. In addition, special attention is paid to playing a wide range of games. The children get the opportunity to familiarise themselves with their after-school centre and the surroundings of their school with the aim of bolstering their safety and wellbeing at the beginning of their schooling. Registration will be possible as of April 28.

Summer course for children aged 7-9

Summer courses are operated in all after-school centres in Hafnarfjörður. Summer courses contain a varied programme consisting of creative projects, games, exercise, exciting trips, trips to swimming pools and shared events. The programmes can vary depending on which after-school center is chosen. Courses are available in all the after-school centers from June 14 to July 2. During the period from July 5 – August 4 one after-school center is open for children from all parts of Hafnarfjörður. Courses at all the after-school centers will resume from August 4 and last until August 23.

Registration is open from April 28. See more at www.tomstund.is

...meira

10.6.2021 : Opnunartími skrifstofu

Kaka_1614955667597Í dag fimmtudag lokar skrifstofa skólans kl. 12:00 og verður einnig lokað á morgun föstudag. Vikuna 14. -18. júní verður skrifstofan opin frá kl. 08:00-15:00 nema á föstudeginum þá lokar hún kl. 14:30. Sumarfrí hefst mánudaginn 21. júní og opnum við aftur mánudaginn 16. ágúst. 


Njótið sumarsins og verið góð við hvert annað.

...meira

7.6.2021 : Vikan framundan - skólaslit

Hlaup-2Nú er síðasta vika skólaársins gengin í garð. Margt skemmtilegt framundan og síðan sumarið með öllu því sem það hefur upp á að bjóða. Við viljum minna foreldra/forsjáraðila á að þegar þau mæta á viðburði í skólanum að þá er grímuskylda þar sem við getum ekki tryggt eins meters fjarlægð vegna fjarlægðartakmarkanna.

...meira

28.5.2021 : ÚRSLIT Í SKÓLAHREYSTI

SkolahreystiÍ dag fengum við símtal um að lið hafi dottið út og gæti ekki tekið þátt í úrslitum vegna meiðsla. Okkur var boðið að koma og taka þátt í úrslitunum í staðinn. Úrslitin eru á morgun í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:45. Við að sjálfsögðu þáðum boðið með þökkum og liðið okkar allt tilbúið að taka þátt, frábærir nemendur sem við höfum hér í skólanum. Þjálfararnir eru búnir að hrista rykið af skipulaginu og eru klárir.

...meira

21.5.2021 : Umferðarmenning Hraunvallaskóla

Lett-bifhjolHér eru nýjar og endurbættar umferðareglur Hraunvallaskóla.

Reglur um hjól og létt bifhjól

  • Ég nota ávallt hjálm
  • Ég tek aldrei farþega
  • Ég tek tillit til gangandi vegfaranda og gæti að mér í umferðinni.
  • Ég legg hjólinu á réttan stað
  • Ég fer stystu leið inn á og út af skólalóð
  • Ég keyri aldrei á léttu bifhjóli á skólalóð

 Samkvæmt lögum er öllum undir 16 ára aldri, á hjólum, hlaupahjólum, línuskautum og léttum bifhjólum, skylt að nota öryggishjálma og viðeigandi öryggisbúnað. Endurskinsmerki skal nota í skammdeginu og hjólin þurfa að vera með ljósum og glitaugum og öðrum þeim öryggisbúnaði sem gerir þau lögleg. Hjól skulu vera læst á skólatíma og bera nemendur ábyrgð á hjólum sínum.

...meira

14.5.2021 : Skólahreysti 2021

SkolahreystiSkólahreysti 2021 fór fram miðvikudaginn 12. maí. Að vanda áttum við lið í þeirri keppni og stóðum við okkur frábærlega. Við erum afar stolt af okkar liði sem endaði í 4. sæti í riðlinum. Við bættum okkar besta tíma í hraðaþrautinni og hreystigreipinu. Nemendur okkar voru skólanum til sóma undir leiðsögn Ingvars og Jóa íþróttakennara. 

...meira

11.5.2021 : Tilslakanir frá 10. maí

Vid-erum-oll-almannavarnirEftirfarandi tilslakanir tóku gildi í gær mánudaginn 10. maí og gilda til og með miðvikudeginum 26. maí:

Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 í hverju rými.
Hámarksfjöldi barna/nemenda verður 100 í hverju rými. Áfram er matsalur, gangar og önnur opin svæði undanþegin frá fjöldatakmörkunum.
Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í skólana en þurfa að fylgja öllum þeim sóttvarnareglum sem gilda eins og grímuskyldu, fjarlægðarmörkum og fjöldatakmörkum.
Viðburðir fyrir utanaðkomandi heimilaðir með þeim takmörkunum sem almennt gilda.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is