Fréttir

6.2.2023 : Framundan í febrúar

Nú er febrúar mættur í öllu sínu veldi og margt skemmtilegt framundan. Hér eru foreldrabréfið fyrir febrúar og ekki úr vegi að fara að velta fyrir sér hvað skal gera í vetrarfríinu. Njótið mánaðarins og verið góð við hvert annað. 


...meira

6.2.2023 : Appelsínugul viðvörun að morgni þriðjudags 7. febrúar

AppelsinugulvidvorunVeðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið þriðjudaginn 7. feb. kl. 06:00 – 08:00. Spáð er sunnan stormi eða roki og mikilli úrkomu 20-28 m/s. Hvassast verður í efri byggðum og við ströndina. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma. Veðrið gengur mjög hratt yfir en færð getur spillst á meðan á því stendur. Almenna reglan er sú að skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema það sé sérstaklega tilkynnt. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir treysta börnum sínum til að ganga í og úr skóla, miðað við aldur og aðstæður. Á heimasíðu skólans má finna leiðbeiningar um viðbrögð vegna röskunar á skólastarfi. Sjá hér https://www.hraunvallaskoli.is/skolinn/vidbragdsaaetlanir/ og einnig hér https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

...meira

20.1.2023 : Samtalsdagur 1. febrúar

SamtalsdagurMiðvikudaginn 1. febrúar er samtalsdagur hjá okkur í Hraunvallaskóla. Viðvera nemenda þennan dag er að koma með foreldrum/forsjáraðilum sínum í samtal til umsjónarkennara.
Foreldrar/forsjáraðilar skrá sig í samtöl á Mentor en opnað verður fyrir skráningar þriðjudaginn 24. jan. kl. 08:00 og verður opið út sunnudaginn 29. jan. Ef foreldrar/forsjáraðilar skrá sig ekki innan þessa tíma mun umsjónarkennari gefa viðkomandi tíma.
Hlökkum til að eiga samtal um skólastarfið.

...meira

18.1.2023 : Foreldrakönnun Skólapúlsins

SkolapulsinnSkólinn notar kannanir Skólapúlsins til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja foreldra í skólanum um gæði skólans, samskipti við skólann, virkni í skólastarfi og námið heima fyrir. Hér neðar er bréf sem sent hefur verið til foreldra til upplýsingar um framkvæmdina. Við viljum hvetja alla foreldra/forsjáraðila til að taka þátt og hjálpa þannig til við að auka gæði skólastarfsins í Hraunvallaskóla. 

Ef þú er mótfallin(n) því að eiga möguleika á að svara könnuninni, vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu skólans í síma 5902800 eða með því að senda póst á hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is fyrir 24. janúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar um könnunina eru á www.skolapulsinn.is/um. Einnig er hægt að hringja í starfsfólk Skólapúlsins í síma 583-0700 eða senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is.

English and Polish below:

...meira

22.12.2022 : JÓLAKVEÐJA

2.12.2022 : Skólastarfið í desember

Nú er komið að síðasta foreldrabréfi þessa árs og desember mættur með öllum sínum ljósum og kærleik. Eins og alltaf þá er margt um að vera hjá okkur í desember en umfram allt er fyrir okkur að halda í rónna og rútínuna.
Njótið aðventunnar og verið góð hvert við annað....meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is