Fréttir

25.1.2022 : Breyttar reglur um sóttkví á skólastarf

Mynd-11Samkvæmt nýjustu reglugerð sem gildir frá miðnætti þurfa börn á leik- og grunnskólaaldri ekki að fara í smitgát eða sóttkví nema þau hafi dvalið eða dvelja með einstaklingi í einangrun. Börn sem eru útsett utan heimilis og eru í sóttkví geta mætt í skólann í fyrramálið. Almannavarnir munu gefa út nánari leiðbeiningar til foreldra sem skólinn mun senda áfram þegar þær eru tilbúnar. Með þessari tilskipun eru smitrakningar í skólum óþarfar og okkur langar að þakka ykkur öllum fyrir frábært samstarf í undangengnum aðgerðum. Það er sannarlega ekki sjálfgefið að mæta alltaf skilningi og þolinmæði þegar hringt er heim til ykkar með fréttir sem vitað er að setja allt skipulag heimilisins úr skorðum. Undantekningarlaust höfum við mætt jákvæðni og samvinnu hjá öllum sem við höfum þurft að hringja í til að tilkynna um sóttkví og það er sannarlega þakkarvert. Við höldum áfram að fylgjast vel með einkennum í sameiningu og hjálpumst að við að hlúa að krökkunum okkar.

...meira

24.1.2022 : Skráning í samtöl á samtalsdaginn

SkolamyndÞriðjudaginn 1. febrúar er rafrænn samtalsdagur í Hraunvallaskóla þar sem foreldri/forsjáraðili og barn eru saman að tala við umsjónarkennara í gegnum Google Meet. Skráningar í samtölin eru eins og áður í gegnum Mentor og opna kl. 08:00 þriðjudaginn 25. janúar og loka kl. 23:59 fimmtudaginn 27. janúar. Ef foreldri/forsjáraðili skráir sig ekki á tíma á þessu tímabili mun umsjónarkennari gefa viðkomandi nemanda tíma í samtal í tölvupósti.

...meira

17.1.2022 : Frá skólastjóra

SkolamyndEins og kynnt var á föstudaginn þá eru óbreyttar sóttvarnareglur í skólum. Við höldum því okkar striki. Meginreglurnar eru þær að 50 nemendur geta verið í sama rými, 20 starfsmenn geta verið í sama rými, grímuskylda á starfsmenn í opnum rýmum og ef ekki tekst að viðhafa 2 metra frá öðru starfsfólki og nemendum, nemendur eru undanþegnir fjöldatakmörkunum á göngum og í frímínútum. Búið er að opna matsalinn og skipta honum í tvö hólf. Spritt er aðgengilegt í öllum rýmum skólans o.fl. Reglurnar gilda til 2. febrúar nk.

...meira

12.1.2022 : Matarþjónusta í hádegi hefst á ný

SkolamaturMatarþjónusta í hádegi hefst aftur í grunnskólum Hafnarfjarðar fimmtudaginn 13. janúar eftir að hafa legið niðri frá áramótum sökum strangra sóttvarnareglna. Búið er að heimila notkun matsala ef þeir eru hólfaðir niður og fjölgun matarstöðva sé í samræmi við hólfafjöldann þar sem fjöldatakmörk í hólfi eru þau sömu og áður, eða 50 manns (nemendur sitja saman eftir bekkjum og starfsfólk með grímur).

...meira

7.1.2022 : Vegna bólusetninga nemenda í 1.-6. bekk

HeilsugaeslanFimmtudaginn 13. janúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1.-6. bekk í Hraunvallaskóla kl.11:00. Er þetta gert til þess að foreldrar/forsjáraðilar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma. Frístundaheimilið verður með venjubundna opnun á bólusetningardegi eða frá kl. 13:20-17:00. Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar.

5.1.2022 : Skólastarfið í janúar

Gleðilegt ár kæru fjölskyldur og megi 2022 veita ykkur gleði og hamingju.
Nú er fyrsti skóladagurinn genginn í garð og nemendur væntanlega ánægðir með að hafa vaknað tímanlega í morgun svo hægt sé að snúa við sólarhringnum.
Samstarf heimilis og skóla er mikilvægur hlekkur í því að skólastarfið gangi. Á tímum Covid-19 skiptir það öllu máli og erum við heppin hér í Hraunvallaskóla að eiga ykkur öll að.
Hér eru fréttir af því sem við ætlum að gera í janúar.

Við minnum á mikilvægi þess að halda börnunum heima ef þau hafa einkenni og fara með þau í PCR próf.
Eigið dásamlegan janúar og munið að hlúa vel að hvert öðru.31.12.2021 : Breyting! Skólastarfið hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 5. janúar

Hér neðar eru skilaboð frá skólayfirvöldum í Hafnarfirði varðandi fyrirkomulag á skólahaldi eftir áramót. Einnig er hér í PDF skjali skilaboð frá almannavörnum varðandi það sama. Í þessum skilaboðum kemur fram að það verði skipulagsdagur 3. janúar hjá öllum skólum en þar sem sá dagur er hluti af jólafríi hjá okkur þá verðum við með skipulagsdag 4. janúar og kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 5. janúar í Hraunvallaskóla. Hraunsel verður opið mánudaginn 3. janúar en lokað þriðjudaginn 4. janúar þar sem um sameiginlegan skipulagsdag er að ræða. Mosinn er einnig opinn á mánudaginn.  Starfsmenn munu því nota þriðjudaginn til að stilla sig saman og undirbúa skólastarfið út frá sóttvarnarreglum sem gilda til 12. janúar.

 
Skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar í upphafi nýs árs 2022..........

...meira

29.12.2021 : Skólastarfið

20211210_101455 Eins og við vitum öll þá hafa smitin í þjóðfélaginu verið upp á við þessar síðustu vikur. Þrátt fyrir það þá ætlum við að halda ótrauð áfram í sóttvörnum og að taka tillit til hvers annars. Við mælumst eindregið til þess að þeir nemendur sem eru að koma erlendis frá fari í PCR próf áður en komið er í skólann. ...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is