Allt starfsfólk grunnskólanna hlaut hvatningarverðlaun

5.3.2021

Hvatningaverðlaun foreldraráðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2020 voru afhent á tólf stöðum í morgun. Verðlaunin hlutu kennarar og starfsfólk grunnskóla Hafnarfjarðar, auk þess sem mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjarðarbæjar fékk einnig verðlaun fyrir frábær störf í heimsfaraldri. Vegna samkomutakmarkana var afhendingin með örlítið breyttu sniði.

Mikil gleði og þakklæti fyrir viðurkenninguna

Grunnskólarnir í Hafnarfirði eru Barnaskóli Hjallastefnunar, Víðistaðaskóli, Engidalsskóli, NÚ, Lækjarskóli, Setbergsskóli, Öldutúnsskóli, Áslandsskóli, Hraunvallaskóli, Skarðshlíðarskóli, Hvaleyraskóli. Það voru þau Stefán Már Gunnlaugsson, Vala Steinsdóttir og Kristín Ólöf Grétarsdóttir, fulltrúar foreldraráðs sem afhentu verðlaunin. Mikil gleði ríkti á kaffistofum skólanna og þakklæti fyrir kökurnar, verðlaunin og innlitið.

Vanalega eru þessi verðlaun veitt á þessum tíma fyrir sama ár og er, en vegna Covid19 voru verðlaunin fyrir árið 2020 veitt núna og svo verða Hvatningaverðlaunin fyrir 2021 veitt í apríl næstkomandi.


Kaka_1614955667597

Skjoldur
Folk-ad-borda-koku



Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is