Alþjóðlegi bangsadagurinn

26.10.2021

Á morgun miðvikudag er alþjóðlegi bangsadagurinn. Mörg skólasöfn og almenningssöfn halda Bangsadaginn hátíðlegan. Það er einkar viðeigandi að tengja bangsa og bókasöfn á þennan hátt því bangsar eru söguhetjur margra vinsælla barnabóka. Dagurinn sem haldið er upp á er 27. október ár hvert en það var afmælisdagur Teddy Roosevelt forseta Bandaríkjanna. Nemendur mega koma með bangsa í skólann og það verður húllumhæ á bókasafni skólans.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is