Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

8.2.2021

Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur netöryggisdagur til að minna á mikilvægi málefnisins og Hraunvallaskóli hefur á undanförnum árum tekið þátt með einhverjum hætti. Þetta árið ákváðum við að safna saman upplýsingum fyrir nemendur, kennara og aðstandendur á einn stað. Einnig verða veggspjöld sett inn í allar skólastofur til að minna alla á mikilvægi netöryggis.

Vefsíðan heitir Netöryggi og verður safnsíða fyrir upplýsingar og mun því verða í stöðugri þróun.

Einnig viljum við benda á myndbönd SAFT.is á youtube rásinni þeirra


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is