Ástundunarreglur

21.8.2019

Frá haustinu 2019 taka við samræmdar reglur um skólasókn innan Hafnarfjarðar, þ.e. um fjarvistir/seinkomur, brottrekstra úr tímum og leyfi/veikindi nemenda. Tilgangur þess er að samhæfa reglur um skólasókn í grunnskólunum og viðbrögð við þeim. Í því felst að það sé ekki mismunandi eftir skólum hvernig er brugðist við minnkandi skólasókn nemenda og það sem stundum er nefnt „skólaforðun“

Góð mæting í skóla er viðamikill þáttur í farsælli skólagöngu og vellíðan barna og unglinga. Að missa ítrekað úr kennslustundir, t.d. í lestri á yngra stigi eða stærðfræði á eldri stigum, getur haft áhrif á námsárangur. Miklar fjarvistir úr skóla geta þannig verið kvíðavaldandi fyrir börn og unglinga og haft áhrif á þróun skólaforðunar og leitt til versnandi námsárangurs og vanlíðan nemenda.

Foreldrar munu fá nánari upplýsingar um þessar reglur í tölvupósti auk þess sem þær verða kynntar á skólakynningum núna í haust og þær verða aðgengilegar  hér á heimasíðu skólans. 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is