BOÐAÐ VERKFALL AÐILARDARFÉLAGA BSRB

16.5.2023

Boðað verkfall aðildarfélaga BSRB 

Aðildarfélagar BSRB sem starfa í grunnskólum og frístundaheimilum (skólaliðar, stuðningsaðilar og frístundaleiðbeinendur) í Hafnarfjarðarbæ hafa boðað til verkfalls eins og hér segir: 

  • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023. 
  • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023.
  • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023. 

Enginn má ganga í störf þessa starfsfólks nema skólastjóri. Komi til vinnustöðvunar verða grunnskólar í Hafnarfirði lokaðir til kl. 12:00 mánudaginn 22. maí og þriðjudaginn 23. maí og eftir kl. 12:00 verður hefðbundið skólastarf. Ekkert skólastarf verður miðvikudaginn 24. maí. Ef ekki kemur til verkfalls verður skólastarf eins og venjulega. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með í fjölmiðlum og á heimasíðu grunnskólanna. 

Með kveðju frá mennta- og lýðheilsusviði 

Announced strike by BSRB members 

BSRB associations members working in elementary schools and afterschool programs( support staff and leisure instructors) in Hafnarfjörður have called a strike as follows: 

  • From 12:00 a.m. Monday May 22nd. 2023 to 12:00 p.m. Monday May 22nd 2023 
  • From 12:00 a.m. Tuesday May 23rd. 2023 to 12:00 p.m. Tuesday May 23rd. 2023 
  • From 12:00 a.m. Wednesday May 24th. 2023 to 11:59 p.m. Wednesday May 24th. 2023 

No one can participate in the work of these staffs except the principal. In case of a strike all elementary/grunnskóli in Hafnarfjörður will be closed until 12:00 p.m Monday and Tuesday but after 12 p.m will be traditional schooling. The schools will be closed on Wednesday if there is still a strike. If there is no strike, schools will be open as usual. Parents are encouraged to follow the media and on the school's website. 

With regards from mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjörður


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is