Bókabrall

7.5.2019

Bókabrall er samstarfsverkefni bókasafns- og upplýsingafræðinga í grunnskólum Hafnarfjarðar. Með Bókabrallinu viljum við vekja athygli á samstarfi okkar bókasafnsfræðinganna og mikilvægi safnanna í öllu skólastarfi. Brallið í ár var haldið dagana 2. og 3. maí. Það er fyrir nemendur í 1. – 7. bekk og er nokkurskonar þrautakeppni þar sem 3 – 5 nemendur vinna saman að því að leysa þrautir sem tengjast bókmenntum. Í ár útbjuggum við fimm þrautir fyrir hvert af eftirfarandi aldursstigum; 1.-2. bekkir, 3.-5. bekkir og 6.-7. bekkir. Hér í Hraunvallaskóla var gríðarlega góð þátttaka og mátti sjá nemendur út um allan skóla í líflegum samræðum um ýmis konar rithöfunda, bókatitla, gæludýr sögupersóna, kvikmyndir gerðar eftir bókum, vináttu í bókum og margt fleira.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is