BREYTING -Skipulag skólastarfs vegna boðaðra verkfalla

22.5.2023

Skipulag skólastarfs vegna boðaðra verkfalla

Aðildarfélagar BSRB sem starfa í grunnskólum og frístundaheimilum, skóla- og frístundaliðar, stuðningsfulltrúar, skólaritarar og húsumsjónarmenn og aðrir sem eru í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, hafa boðað til verkfalls eins og hér segir:

· Frá og með kl. 00:00 mánudaginn 22. maí til kl. 12 sama dag

· Frá og með kl. 00:00 þriðjudaginn 23. maí til kl. 12 sama dag

· Frá og með kl. 00:00 miðvikudaginn 24. maí til kl. 23:59 sama dag

Enginn má ganga í störf þessa starfsfólks nema skólastjóri. Komi til vinnustöðvunar verða grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar opnir sem hér segir:

Mánudagur 22. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá frá kl. 12.00. Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.

Þriðjudagur 23. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og samkvæmt stundaskrá frá kl. 12.00. Ekkert skólastarf er eftir fyrstu tvær kennslustundirnar fram til kl. 12.00. Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.

Miðvikudagur 24. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og ekkert skólastarf eftir það. Frístundaheimili eru lokuð. Starfsemi félagsmiðstöðva er óbreytt.

Ljóst er að verkfallið hefur áhrif á gæslu, matmálstíma og stuðning við einstaka nemendur. Mögulegt er að skólinn muni hafa samband við foreldra barna með miklar sértækar stuðningsþarfir eða gera þurfi breytingar sem hafi áhrif á stærri hópa. NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ÞAÐ KOMA FRÁ UMSJÓNARKENNURUM.

Búast má við að engin símsvörun verði meðan verkföll standa. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna forföll gegnum mentor þessa daga. Skólahúsnæðið opnar kl. 8:15 þriðjudag og miðvikudag en mikilvægt er að nemendur mæti stundvíslega í sínar kennslustundir (ekki fyrr og ekki seinna) og fari beint heim að kennslu lokinni.

Verði verkfalli aflýst er skólastarf með óbreyttum hætti.

Foreldrar og forsjáraðilar eru hvattir til að fylgjast vel með gangi mála.

Skólastjórnendur grunnskóla Hafnarfjarðar


Schools operation in Hafnarfjörður during strikes

Announced strike by BSRB members and BSRB associations members working in elementary schools and afterschool programs (support staff and leisure instructors) in Hafnarfjörður have called a strike as follows:

From 12:00 a.m. Monday May 22nd. 2023 to 12:00 p.m. Monday May 22nd 2023

From 12:00 a.m. Tuesday May 23rd. 2023 to 12:00 p.m. Tuesday May 23rd. 2023

From 12:00 a.m. Wednesday May 24th. 2023 to 11:59 p.m. Wednesday May 24th. 2023

No one can participate in the work of these stafmembers except the principal. In case of a strike all elementary/grunnskóli in Hafnarfjörður will be closed during this time:

Monday 22nd – School is closed until 12.00 pm. At 12.00 school is as normally. Leisure activities and the opening of community centers are unchanged.

Tuesday 23rd – Children come to school for the first two lessons, then they go home and arrive again at 12.00. Leisure activities and the opening of community centers are unchanged.

Wednesday 24rd. – Children come to school only for the first two lessons and there will be no more school that day. Leisure centers are closed. The activities of community centers are unchanged.

The strike has a great affects on the school for.esc meal times and support for individual students. It is possible that the school will contact the parents of children with high specific support needs or that changes will have to be made that affect larger groups. MORE INFORMATION ABOUT THAT WILL COME FROM SUPERVISOR TEACHERS.

It can be expected that there will be no telephone response during the strike. Parents are asked to report absences through Mentor these days. The school building opens at 8:15 Tuesday and Wednesday, but it is important that students arrive on time for their lessons (no earlier and no later) and go straight home after class.

Parents are encouraged to follow the media and on the school's website.

With regards from the principals in Hafnarfjördur


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is