Breyttar reglur um sóttkví á skólastarf

25.1.2022

Samkvæmt nýjustu reglugerð sem gildir frá miðnætti þurfa börn á leik- og grunnskólaaldri ekki að fara í smitgát eða sóttkví nema þau hafi dvalið eða dvelja með einstaklingi í einangrun. Börn sem eru útsett utan heimilis og eru í sóttkví geta mætt í skólann í fyrramálið. Almannavarnir munu gefa út nánari leiðbeiningar til foreldra sem skólinn mun senda áfram þegar þær eru tilbúnar.

Með þessari tilskipun eru smitrakningar í skólum óþarfar og okkur langar að þakka ykkur öllum fyrir frábært samstarf í undangengnum aðgerðum. Það er sannarlega ekki sjálfgefið að mæta alltaf skilningi og þolinmæði þegar hringt er heim til ykkar með fréttir sem vitað er að setja allt skipulag heimilisins úr skorðum. Undantekningarlaust höfum við mætt jákvæðni og samvinnu hjá öllum sem við höfum þurft að hringja í til að tilkynna um sóttkví og það er sannarlega þakkarvert. Við höldum áfram að fylgjast vel með einkennum í sameiningu og hjálpumst að við að hlúa að krökkunum okkar.

Hér má lesa tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands um málið: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/01/25/COVID-19-Slakad-a-reglum-um-sottkvi/


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is