Covid-19 fréttir

11.11.2021

Nú þegar Covid-19 smitum fjölgar og fjölgar þá viljum við minna á mikilvægi þess að senda nemendur ekki í skólann með einkenni. Þeir eiga að fara undantekningarlaust í PCR próf ef þau eru með einkenni. Einnig er mikilvægt að láta skólann vita ef um smit er að ræða. Við þurfum að halda áfram að standa saman gagnvart þessari veiru.

Nýjar reglur gera ráð fyrir grímuskyldu fyrir foreldra/forsjáraðila þegar þeir koma inn í skólann. Einnig ætlum við að takmarka blöndun árganga og höfum ákveðið að fella niður allar samverur deilda til jóla sem foreldrum/forsjáraðilum er boðið að koma á.

Við höfðum áætlað að koma bekkjartenglastarfi af stað í þessari viku en höfum ákveðið að fresta því fram yfir áramót sökum ástandsins.

Nú er það okkar að standa saman og bera ábyrgð á okkur sjálfum. Munum bara að vera góð við hvert annað.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is