Foreldrar barna í 8. bekkjum Hraunvallaskóla fengu Foreldraverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar

26.5.2023

Foreldrar barna í 8. bekkjum fengu á dögunum Foreldraverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar. Einn af vinningunum var ís frá Huppu fyrir alla nemendur árgangsins og verlaunagripurinn verður geymdur til sýnis í skólastofu árgangsins. 

8.-bekkur-foreldraverdlaun

Í rökstuðningi með tillögunni sagði: 

Þessi vetur var alls ekki auðveldur í mörgum grunnskólum og ljóst að unga kynslóðin glímir við ýmis eftirköst og afleiðingar covid áranna svokölluðu. Í Hraunvallaskóla kom einnig upp erfitt eineltismál sem rataði í fréttirnar og beindi augum almennings að skólastarfinu á Völlunum. Viðbrögð foreldra í árganginum voru frábær. Haldnir voru fundir með foreldrum þar sem þeir tóku virkan þátt í að leita lausna og bæta skólastarfið. Foreldrarnir hafa verið duglegir að skipuleggja bekkjarkvöld og samverustundir með krökkunum – bæði í skólanum og utan hans og gert margt til þess að bæta bekkjaranda og efla foreldrastarfið í skólanum. Þessi foreldrahópur er afar öflugur og hefur sjaldan verið jafn gott foreldrasamstarf í skólanum. Hægt væri að telja upp mörg nöfn en bekkjartenglarnir sem hafa staðið í stafni eru: Magnús Róbertsson, Kristjana Guðný, Hulda Björk, Helen Ósk, Guðbjörg Jóhannesdóttir og fleiri.

 Hraunvallaskóli átti fleiri tilnefningar en Anna Rut Pálmadóttir deildarstjóri stoðþjónustu, kennarar og starfsfólk í 1. bekk og kennarar í 2. bekk voru einnig tilnefndir. Hjartanlegarhamingju óskir til okkar allra fyrir þetta frábæra áhugafólk um foreldrasamtarf. 

Hvatningarverdlaun-2


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is