Foreldrastarf er gjöf til barna

13.10.2022

Þriðjudaginn 11. október var haldinn samráðsfundur bekkjartengla og umsjónarkennara hér í Hraunvallaskóla. Markmið fundarins var að koma foreldrastarfinu aftur af stað eftir heimsfaraldur, stilla saman strengi og fræðast um starf bekkjarfulltrúa. Fundurinn var vel sóttur af áhugasömum foreldrum og umsjónarkennurum skólans sem hlýddu á Bryndísi Jónsdóttur frá Heimili og skóla flytja erindi um mikilvægi samstarfs heimilis og skóla. Að því loknu skipulögðu bekkjartenglar og umsjónarkennarar hvers árgangs starf vetrarins sem lofar svo sannarlega góðu!

Við viljum hvetja alla foreldra til að taka þátt í starfi Foreldrafélags Hraunvallaskóla. Hlutverk bekkjartengla er mjög mikilvægt og höfum í huga að Foreldrafélagið og bekkjatenglastarf er frábær vettvangur til að kynnast öðrum foreldrum og styðja við skólastarfið og velferð barna okkar. 

PXL_20221011_171250732.MP 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is