Fréttir vegna yfirvofandi verkfalls

6.3.2020

Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðra verkfalla

Mikilvægt er að allir hlutaðeigandi fylgist vel með fréttum af fyrirhuguðu verkfalli. Öll starfsemi sveitarfélagsins mun haldast óbreytt ef ekki verður af verkfalli.

Kæru foreldrar og forsjáraðilar

Eins og kunnugt er hafa Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og BSRB boðað til verkfalla frá og með mánudeginum 9. mars. Ef til verkfalla kemur mun áhrifa þeirra gæta í skólastarfinu og biðjum við ykkur að lesa vel upplýsingar hér að neðan.

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar hefur boðað verkföll á fyrirfram ákveðnum dagsetningum; dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. mars, 26. mars, 31. mars og 1. apríl. Hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu allir félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum fara í ótímabundið allsherjarverkfall þar til samningar hafa tekist.

Um er að ræða um 660 starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ sem flestir starfa innan grunnskóla sveitarfélagsins. Fyrirhugað verkfall nær m.a. til húsumsjónarmanna, ritara, skólaliða, frístunda- leiðbeinenda og stuðningsfulltrúa. Sérstök athygli er vakin á því að frístundaleiðbeindur og starfsfólk frístundaheimila mun frá og með mánudeginum 9. mars fara í ótímabundið verkfall sem þýðir að allt frístunda- og félagsstarf, fyrir og eftir skóla, fellur niður þar til samningar hafa tekist.


Áhrif á skólastarfið – LESIST VEL

Ef til verkfalla kemur þá munu áhrif m.a. verða með eftirfarandi hætti:
Mánudagur 9. mars og þriðjudagur 10. mars
kl. 08:15-09:35 Skóli hjá 1.-4. bekk þar sem allir nemendur mæta á sitt heimasvæði
kl. 08:15-10:15 Skóli hjá 5.-7. bekk þar sem allir nemendur mæta á sitt heimasvæði
kl. 08:00-13:00 Skóli hjá unglingadeild samkvæmt stundatöflu

English
Between 08:15-09:35 Students in grades 1-4 start the day in their designated classrooms
Between 08:15-10:15 Students in grades 5-7 start the day in their designated classrooms
Between 08:00-13:00 Grades 8-10 will have lectures according to schedule

Þeir sem eiga að mæta í íþróttatíma/sundtíma innan rammans hér að ofan fara í þá eins og hér segir:
a) Í íþróttahúsi Hraunvallaskóla mega nemendur ekki fara inn í búningsklefana en íþróttakennarar taka á móti nemendum og kenna tímann í íþróttasalnum.
b) Á Ásvöllum eru enginn verkföll þannig að þeir tímar halda sér eins og venjulega.
c) Allt sund fellur niður og færast þeir tímar upp í skóla. Í 1., 2. og 5. bekk fara tímarnir fram í fyrirlestrarsalnum en hjá unglingunum byrja tímarnir í anddyri skólans þar sem kennarar taka á móti nemendum og leggja fyrir þau verkefni. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri.
English
a) Students will attend gym lessons in the gym in Hraunvallaskóli, but they will not change clothes before class
b) The gym in Ásvellir will be in use so the lessons there will take place
c) The swimmingpool will be closed. In first, second and fifth grade the classes will take place in the lecture Hall but in eight til ten grade the students have to attend to class at the entrence of Hraunvallaskóli.

Hafragrauturinn og hádegismaturinn munu falla niður þessa daga en ávaxtaáskriftin mun halda sér.
English
The outmeal and the lunch will not be avilable these days but the fruits will.

Samræmt próf í íslensku í 9. bekk þriðudaginn 10. mars
Nemendur í 9. bekk sem eiga að taka samræmt próf í íslensku þriðjudaginn 10. mars mæta í skólann til að taka prófið og fara heim eftir próf. Hver skóli gefur sínum nemendum upp viðverutíma í prófinu.

English
9th graders have the national exam in Icelandic and should follow the previously announced schedule.

Sundlaugar, íþróttahús og menningarstofnanir bæjarins
Sundlaugar, íþróttahús (ekki Ásvellir) og menningarstofnanir bæjarins verða lokaðar á fyrirfram ákveðnum dagsetningum. Bókasafn Hafnarfjarðar verður opið frá kl. 10:00-17:00 með fyrirvara um skerta þjónustu.

Ótímabundið verkfall frá og með 9. mars

· Frístundaheimili. Frístundaheimili verður lokað ótímabundið, bæði fyrir og eftir skóla, frá og með mánudeginum 9. mars. Ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem fellur niður vegna verkfalls.

· Félagsmiðstöð. Félagsmiðstöð verður lokuð ótímabundið frá og með mánudeginum 9. mars.

Foreldrar og forsjáraðilar eru, sem fyrr segir, hvattir til að fylgjast vel með fréttum því grunnskólarnir munu vera með eðlilega starfsemi ef verkfall verður slegið af.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is