Geimfari - já, GEIMFARI!

18.5.2018

Í dag kláraði 7. bekkur þemað um geimskipið og kynntu fyrir hvert öðru. Svo stórkemmtilega vildi til að geimfari (já þetta er rétt lesið alvöru geimfari!) og fylgdarlið hans hringdu í skólann í morgun og vildu endilega heimsækja árgang og vera með smá fyrirlestur um geimferðir. Ótrúlegt en satt!! Sjöundi bekkur var svo heppin að verða fyrir valinu og hittu krakkarnir og hlustuðu á alvöru geimfara. Hann sagði skemmtilega frá og sýndi myndir en hann var líka með frábæran boðskap til nemendanna um að hafa skýra sýn um framtíðina og velja sér eitthvað sem þau hafa virkilegan áhuga á og stefna þangað strax með metnaði. Frábært og alveg öruggt að krakkarnir munu muna lengi eftir þessu. Þau voru með skemmtilegar spurningar sem tengdust verkefnunum eins og hvernig er endurvinnsla um borð, hvað þau gera gera við þvag og saur og fl.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is