Grunnskólamóti Hafnarfjarðar í skák

26.5.2020

Hraunvallaskóli kom sá og sigraði á Grunnskólamóti Hafnarfjarðar í skák. Þorsteinn Emil Jónsson sigraði í flokki unglingadeildar og fékk bikar og fartölvu að launum. Í öðru sæti varð Andri Fannar bekkjarbróðir hans og munaði aðeins einu stigi á þeim félögum. Í flokki miðdeildar lenti Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir í þriðja sæti. Keppnislið Hraunvallarskóla vakti mikla athygli á mótinu - bæði fyrir frumlegan klæðaburð en einnig fyrir háttvísi, jákvæðni og hæfileika á skákborðinu. Vonandi verður þetta vísir að frekari sigrum Hraunvallaskóla í skákinni í framtíðinni. Krakkarnir eiga á hrós skilið en auk Þorsteins, Andra og Ragnheiðar kepptu þeir Össur Haraldsson og Atli Steinn Arnarsson fyrir hönd skólans og stóðu sig vel.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is