Hæfileikakeppni miðdeildar

4.5.2018

Það var mikil og góð samkeppni í hæfileikakeppninni og virkilega gaman að sjá öll atriðin. 

Birkir Snær úr 7. bekk með aðstoð Stefáns og Gísla unnu frumlegasta atriðið í Hæfileilakeppninni en hann las frumsamið ljóð og aðstoðarmenn léku. Í 3ja sæti voru Maríóbrothers en það voru Andri Steinn, Ari Freyr, Hilmir, Mikael Úlfur, Bartozs og Magnús Ingi úr 6. bekk. Í 2. sæti var N&B hópurinn þær Baldvina og Natalía í 5. bekk. Bergdís okkar í 7. bekk vann svo keppnina með því að syngja og spila á gítar lagið Halelúja. Til hamingju öll sömul.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is