Hæfileikakeppni miðdeildar

6.5.2022

Hæfileikakeppni miðdeildar var haldin 4. maí. Keppnin var glæsileg að vanda og tóku 15 keppendur þátt í 9 fjölbreyttum og skemmtilegum atriðum.

Sigurvegari keppninnar var Sara Karabin í 6. bekk með söngatriði. Í öðru sæti var Heimir Andri Heimisson í 5. bekk, sem spilaði á píanó og í þriðja sæti lentu Orri Jóhannsson og Tristan Máni Sigurjónsson en þeir spiluðu á klarinett og píanó. Verðlaun fyrir frumlegasta atriðið fengu dansstelpurnar í The Girls, en það voru þær Gabriela Linda Zingara, Magdalena Eik Andrésdóttir, Ólöf Natalie Gonzales og Rebekkah Chelsea Paul úr 6. bekk.

Kynnar voru þau Hulda og Mikael í 7.bekk og stóðu þau sig rosalega vel í sínu verkefni. Dómarar í ár voru þær Diljá í Mosanum, Sara deildarstjóri tómstundamiðstöðvarinnar og Vilborg danskennari.

Í dómarahléinu komu þau Kári og Áróra í 10. bekk og sungu fyrir hópinn, en þau voru sigurvegarar söngkeppni Mosans sem var haldin fyrr í vetur. Í salnum voru um 200 áhorfendur, nemendur í miðdeild, sem stóðu sig svo vel og klöppuðu og hvöttu keppendur til dáða.

Hraunvallaskóli á svo sannarlega hæfileikaríka nemendur og hlökkum við til að sjá þau öll blómstra í framtíðinni.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is