Hraunvallaskóli í 2. sæti í Skólahreysti 2022

23.5.2022

Hraunvallaskóli varð í 2. sæti í úrslitum Skólahreystis 2022 með 58 stig en Flóa­skóli sigraði í Skóla­hreysti í ár með 61,5 stig. Úr­slit keppn­inn­ar fóru fram í Mýr­inni í Garðabæ síðastliðið laugardagskvöld í beinni útsendingu á RÚV en stemmning var rafmögnuð og keppnin æsispennandi eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í fyrsta sinn sem Hraunvallaskóli kemst á pall í Skólahreysti og erum við að rifna úr stolti yfir þessum frábæra árangri. Það voru þau Aron Haraldsson, Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir, Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir og Magnús Ingi Halldórsson sem skipuðu lið Hraunvallaskóla í ár. Til vara voru Bartosz Magnús Darnowski og Karítas Kristín Traustadóttir. Þeim innan handar var svo fjölmennur stuðningshópur sem hvatti þau áfram til dáða. VEL GERT HRAUNVALLASKÓLI!!

Urslit-i-skolahreysti-2022

Skolahreysti-2022-2Skolahreysti-3Skolahreysti-278687211_1335104296958503_4762401888333180387_n_1653302714442
Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is