Hraunvallaskóli í 2. sæti í Stóru upplestrarkeppninni

28.3.2023

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði var haldin í Víðistaðakirkju 21. mars sl., að viðstöddum fulltrúum frá grunnskólum Hafnarfjarðar, aðstandendum og boðsgestum. Undirbúningur hefur staðið yfir frá Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðastliðinn og var stífum æfingum og ríkulegri uppskeru fagnað með vönduðum og fallegum upplestri og fágaðri framkomu átján nemenda úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar. Dómnefnd valdi að lokum þrjá nemendur úr flottum hópi fulltrúa sinna skóla og veitti þeim sérstaka viðurkenningu. Það voru þau Karen Hrönn Guðjónsdóttir frá Áslandsskóla (1. sæti), Soffía Karen Björnsdóttir frá Hraunvallaskóla (2. sæti) og Reynir Örn Sigrúnarson frá Setbergsskóla (3. sæti) sem þóttu fremst meðal jafningja þetta árið. Á hátíðinni voru viðurkenningar veittar fyrir smásagnasamkeppni og í samkeppni um verðlaunamynd á boðskort lokahátíðarinnar. Aldís María Antonsdóttir nemandi í 6. bekk í Hraunvallaskóla fékk viðurkenningu fyrir verðlaunateikninguna á boðskortið og í smásagnasamkeppni 8. – 10. bekkjar voru það nemendur í Víðistaðaskóla sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin.

Innilega til hamingju öll sem eitt!


Su-3

VerdlaunahafarSu-4

Su-2

Su-8


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is