Hraunvallaskóli í 2. sæti í Stóru Upplestrarkeppninni og í 1. sæti í smásagnasamkeppni

3.4.2019

Allir-keppendur-IMG_20190402_170933Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar var haldin í Hafnarborg þriðjudaginn 2. apríl. Að keppninni standa Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Á hátíðinni lásu nemendur í 7. bekk, sem valdir voru úr grunnskólum Hafnarfjarðar, brot úr skáldverki og ljóð. Skáld keppninnar að þessu sinni voru þau Ævar Þór Benediktsson og Anna Sigrún Snorradóttir. Að venju valdi dómnefnd þrjá bestu upplesarana og veitti þeim viðurkenningu og að auki voru tilkynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8. - 10. bekkja og veittar viðurkenningar.

Fulltrúar Hraunvallskóla að þessu sinni voru þær Hekla Sif Óðinsdóttir og Katla Stefánsdóttir og stóðu þær sig báðar frábærlega. Það var fulltrúi Hvaleyrarskóla, Ingunn Lind Pétursdóttir, sem stóð uppi sem sigurvegari að þessu sinni en Katla lenti í öðru sæti og fulltrúi Áslandsskóla, Ester Amería Ægisdóttir, varð í því þriðja. Frábærir lesarar þar á ferð!

Katla-IMG_20190402_172448Hekla-IMG_20190402_173315

Aníta Hilmarsdóttir í 10. MÓ gerði sér lítið fyrir og vann smásagnasamkeppnina og er það í fyrsta skipti sem nemendi í Hraunvallaskóla nær þeim góða árangri. Nemendur í 4. bekk Heklu opnuðu hátíðina með talkór og voru til fyrirmyndar. Geinilega vel æfð af kennurum sínum. Við getum því sannarlega verið stolt af nemendum okkar hér í Hraunvallaskóla og þeim jákvæða skólabrag sem hér ríkir!

Anita-IMG_20190402_184029


Talkor-IMG_20190402_170234





Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is