Hraunvallaskóli tryggði sér farseðil í úrslit Skólahreysti eftir harða keppni

29.4.2022

Í gær kepptu saman í undanriðli Stóru-Vogaskóli, Vogaskóli, Háaleitisskóli Ásbrú, Grunnskólinn í Hveragerði, Öldutúnsskóli, Hraunvallaskóli, Lækjarskóli, Heiðarskóli, Langholtsskóli, Sunnulækjarskóli, Hagaskóli og Laugalandsskóli. Hraunvallaskóli var hlutskarpastur, Heiðarskóli, ríkjandi meistari, varð í öðru sæti og Hagaskóli í þriðja sæti. Úrslitin fara fram 21. maí.
Það eru þau Aron Haraldsson, Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir, Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir, Magnús Ingi Halldórsson sem skipa lið Hraunvallaskóla í ár. Til vara eru Bartosz Magnús Darnowski og Karítas Kristín Traustadóttir. VEL GERT HRAUNVALLASKÓLI! 
Skolahreysti-278687211_1335104296958503_4762401888333180387_n

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is