Hraunvallaskóli vann íþróttakeppni 9. bekkja í Hafnarfirði

9.5.2019

Á hverju ári er haldin íþróttakeppni milli allra 9. bekkja í grunnskólum Hafnarfjarðar. Mótið fer fram til skiptis á Ásvöllum og í Kaplakrika en keppt er í ýmiskonar greinum. Þetta árið fór keppnin fram í Kaplakrika. Allur 9. bekkurinn okkar fór því þangað, ýmist til að keppa eða hvetja sinn skóla. Krakkarnir okkar gerðu sér lítið fyrir og unnu íþróttakeppnina annað árið í röð því 9. bekkur í fyrra sigraði keppnina líka á síðasta ári. Sigruðu handboltann og fótboltann, lentu í öðru sæti í frjálsum og þriðja sæti í bandý. Komu krakkarnir því heim með fjóra bikara í fararteskinu, einn fyrir handboltann, einn fyrir fótboltann, einn bikar fyrir sigurinn til eignar og einn farandbikar. Flottur árangur hjá flottum krökkum!


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is