Jákvæð netnotkun barna og unglinga

Undirtitil

29.1.2020

Fyrirlestur fyrir foreldra í boði Foreldrafélags skólans um jákvæða netnotkun barna- og unglinga þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20:00.

Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir börn og foreldra að þekkja og gera sér grein fyrir. Til að foreldrar geti talað við börnin sín og leiðbeint þeim um öryggi og góða hegðun þurfa þeir að þekkja það umhverfi sem þeir eru í dags daglega. Leiðbeiningar um “umferðarreglur” á netinu þar sem þær eru orðnar einskonar hluti af uppeldishlutverkinu. Fjallað er um netið, nýmiðla og mikilvægi þeirra í lífi barna og unglinga.

Rætt er m.a. um;
a) helstu notkunarleiðir og venjur barna og unglinga
b) hvað nauðsynlegt er að hafa í huga til að netnotkun verði örugg og ánægjuleg
c) hvernig foreldrar og kennarar geta rætt um jákvæða og örugga netnotkun við börn og unglinga
d) sýnikennslu á nokkrum af þeim “verkfæra” sem ungt fólk notar.

Á fyrirlestrinum er einnig farið yfir siðferði á netinu, rafrænt einelti, netboðorðin, félagsnetsíður og friðhelgi einkalífsins.

Fyrirlesari er Hafþór Barði Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur

Netnotkun


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is