Jákvæð og örugg netnotkun

29.10.2021

Miðvikudaginn 3. nóv. verður fyrirlestur um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga hér á sal skólans. Í byrjun munu Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs og forvarna í Hafnarfirði og Birgir Örn Guðjónsson, varðstjóri, vera með erindi. Síðan mun Sigurður Sigurðasson frá Heimili og skóla vera erindi um jákvæða og örygga netnotkun.
Netið hefur opnað fyrir ótal möguleika sem notendur geta nýtt sér á uppbyggilegan hátt. Ótal dæmi um misnotkun og óvarlega netnotkun sýna hins vegar fram á nauðsyn þess að við temjum okkur og börnum okkar snemma að nota netið á uppbyggilegan hátt.
Rannsóknir sýna að á grunnskólaaldri er netnotkun orðin hluti af daglegu lífi. Mörg börn eiga snjalltæki sem býður þeim upp á að vera nettengd allan sólarhringinn alla daga vikunnar auk þess sem félagslíf barna fer að stórum hluta fram á netinu.Hins vegar fá þau mis mikla leiðsögn heima fyrir um hvernig umgangast beri netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Mörg börn eru þ.a.l. ekki nógu vel upplýst um ýmsar hættur sem steðja að þeim. á þar helst nefna tælingu, óvarlegar myndbirtingar, rafrænt einelti og netfíkn svo fátt eitt sé nefnt. Því miður er raunin sú að á netinu fyrirfinnst fólks sem villir á sér heimildir í þeim tilgangi að komast í tæri við börn á þessum aldri.
Í fræðsluerindinu er farið yfir einkenni tælingarmála og hvað beri að varast í samskiptum við ókunnuga, hvað sé hægt að gera ef grunur vaknar um tilraun til tælingar og hvert sé hægt að leita. Eins fá börn og foreldrar fræðslu um meðferð persónuupplýsinga, alvarleika rafræns eineltis og óvarlegra samskipta og myndbirtinga á netinu, farið verður yfir slæm áhrif ofnotkunar á tölvum og neti auk þess sem hvatt er til jákvæðrar og ábyrgrar netnotkunar.
Einnig er fjallað um hvernig megi meta gæði skjátíma og hvað sé eðlilegur skjátími fyrir mismunandi aldurshópa. Þá er farið yfir hver einkenni ofnotkunar eru, hvað slík notkun getur haft í för með sér og hvað foreldrar og fagfólk getur gert til að fyrirbyggja vandann þegar hægt er og takast á við hann þegar svo ber undir.
Fræðslan er lifandi og hvatt er til þátttöku áhorfenda. Stuðst er við stutt myndbönd sem að lýsa ýmsum klemmum sem komið geta upp með óvarlegri netnotkun.

Nemendur á miðstigi fá fræðslu á skólatíma sama dag en þessi er fyrir foreldra og aðra áhugasama. 

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is