Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 7. janúar

5.1.2021

Til foreldra í grunnskólum Hafnarfjarðar

Grunnskólastarfi verður breytt í ljósi nýjustu sóttvarnareglna frá yfirvöldum, frá 21. desember 2020, á þann veg að full kennsla samkvæmt stundaskrá haustið 2020 hefst í öllum árgöngum í öllum skólum, m.a. valgreinar og kennsla skólaíþrótta í íþróttahúsum og sundlaugum hjá öllum nemendum. Þessar breytingar eru í undirbúningi og munu taka gildi í einstaka skólum í þessari viku eða í síðasta lagi mánudaginn 11. janúar 2021, allt eftir aðstæðum í einstaka skólum. Hver skóli mun tilkynna forráðamönnum hvenær þær taka gildi hjá viðkomandi nemendum. Kennsla í Hraunvallaskóla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 7. janúar.

Með þessum breytingum mun matarþjónusta komast í eðlilegt horf, þ.e. hafragrautargjöf að morgni og síðdegishressing nemenda í 5.-10. bekk munu munu hefjast á ný og hefðbundin matarþjónusta verður á ný í matsal skóla fyrir alla nemendur. Grímuskylda nemenda leggst af með öllu.

Áfram verða þó ýmsar takmarkanir í gangi varðandi skólastarfið. Þannig verða óbreyttar reglur varðandi heimsóknir foreldra og aðgengi annarra sem styðja við skólastarfið og grímuskylda er meðal fullorðinna eftir ákveðnum leikreglum.

Við vonumst til að hægt verði að halda þessari framkvæmd sem lengst en núverandi reglur gilda til 28. febrúar nk.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar. 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is