Lesum saman - Það er gaman

10.3.2022

Þann 9. mars kepptu 12 nemendur í 7.bekk í lestrakeppninni “Lesum saman - Það er gaman”. Það er óhætt að segja að það hafi ekki verið öfundsvert að vera dómari í dag því hver einasti keppandi stóð sig eins og hetja. Nemendur úr 6. bekk voru með tónlistaratriði, sigurvegari í fyrra flutti ljóð og Kristófer Karl óskaði eftir að lesa ljóðið sitt - sem hann gerði virkilega vel. Þeir nemendur sem munu keppa í lokakeppni Hafnarfjarðar fyrir hönd Hrvs eru Hildur Arna Hilmarsdóttir og Ragnheiður Birna Jakobsdóttir, Daníel Ingi Sigurðsson er til vara.

Til hamingju


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is