Létt bifhjól

27.8.2018

Kæru foreldrar.

Vinsældir léttra bifhjóla í flokki I (oft nefndar rafvespur) hafa aukist mikið hér á landi hjá börnum og ungmennum. Samgöngustofa fær reglulega fyrirspurnir um reglur sem gilda um börn á slíkum hjólum. Gefinn hefur verið út bæklingur sem inniheldur upplýsingar um helstu atriði varðandi notkun og öryggi slíkra hjóla. Bæklingurinn er aðgengilegur hér í viðhengi.
Við bendum sérstaklega á að:
- Ökumaður verður að vera orðinn 13 ára.
- Ökumönnum er skylt skv. lögum að vera með hjálm.
- Ekki er leyfilegt að reiða farþega á hjólinu (nema að ökumaður sé 20 ára og hjólið til þess gert).
- Það á ekki að vera hægt að aka hjólunum hraðar en 25 km/klst.

Með leiðbeiningum og fræðslu fækkum við slysum og óhöppum. Með réttri notkun og með öryggið í fyrirrúmi verða létt bifhjól ekki til vandræða. Slysin verða ekki aftur tekin.

Hikið ekki við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna!

Með kveðju / Best regards,
Hildur Guðjónsdóttir
sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild / Educational Leader


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is