Litla upplestrarhátíðin

25.4.2018

Krakkarnir í 4. bekk voru búnir að æfa sig og æfa heilmikið fyrir hátíðina en hún var haldin 18. og 25. apríl.  Þau voru búin að æfa sig í skólanum, eitt og eitt og einnig í hópum.  Þau fengu einnig heftin sín heim og fengu aðstoð þar.

Það að standa eitt upp og lesa upphátt ljóð og texta fyrir aðra er alls ekki auðvelt. Margir áttu mjög erfitt með þetta í upphafi en þegar leið á þá sigruðust þau á feimninni og sjálfstraustið jókst.

Krakkarnir stóðu sig eins og snillingar. Allt gekk upp og allir gerðu sitt besta.  Krakkarnir eiga mikið hrós skilið og ganga vonandi mjög sátt frá þessu verkefni.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is