Nánar um skólahald í grunnskólum Hafnarfjarðar eftir páskafrí

Til foreldra nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.

8.4.2020

Til foreldra nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Nánar um skólahald í grunnskólum Hafnarfjarðar eftir páskafrí í áframhaldandi samkomubanni með takmörkunum á skólahaldi grunnskóla

Skólahald

Það er gert ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi á skólahaldi grunnskólanna frá þriðjudegi 14. apríl og meðan samkomubann með takmörkunum á skólahaldi stendur yfir. Þó verða gerðar breytingar í einum þætti og það snýr að matarþjónustu í grunnskólunum.

Þegar samkomubannið var sett á þurfti að taka hratt ákvarðanir. Þessar ákvarðanir snérust m.a. um matarþjónustu í grunnskólum Hafnarfjarðar og giltu fram að páskafríi nemenda. Nú er sú staða upp að ákveðnar breytingar verða gerðar á matarþjónustunni eftir páska í ljósi reynslunnar sem kom þessar þrjár vikur sem samkomubannið hefur staðið yfir. Matarþjónustan verður sem hér segir eftir páska:

· Hádegisverður verður (áfram) fyrir nemendum í 1. og 2. bekk (kl. 11.30) en fellur niður hjá 3.-4. bekk.

· Síðdegishressing verður (áfram) í frístundaheimili fyrir 1. og 2. bekk (kl. 14).

· Ávextir fyrir nemendur í 5.-10. bekk fellur niður.

· Börn foreldra í forgangshópi (1.-2. bekk), sem eru allan daginn í skólanum (kl. 8-16), fá ávexti, hádegisverð og síðdegishressingu eins og var í samkomubanninu fyrir páska, í samræmi við viðverutíma sinn.

Að öðru leyti er gert ráð fyrir að aðrir nemendur þurfi ekki mat á skólatíma og komi í skólann miðað við það þeir hafi borðað heima, geti ekki komið með nesti í skólann og þurfi ekki á nestistímum að halda þann tíma sem þeir eru í skóla.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is