Nánari upplýsingar um mætingu nemenda á þriðjudaginn

3.4.2021

Eins og fram hefur komið þá mæta nemendur seinna en venjulega í skólann á þriðjudaginn vegna nýrra sóttvarnarreglna. Nánari tímasetningar á mætingu eru:

  • Nemendur í 1.-7. bekk mæta kl. 10:00 á sitt heimasvæði þar sem umsjónarkennarar taka á móti þeim.
  • Nemendur í 8. KJ og 8. ÓS mæta í íþróttir á Ásvöllum kl. 09:45. Aðrir nemendur í unglingadeild mæta kl. 10:00 í þann tíma sem er á þeirra stundatöflu.

Við viljum minna á að nemendur eiga ekki að koma í skólann ef þau finna fyrir flensueinkennum eins og hósta, hita og hálssærindum. Hægt að sjá einkenni Covid-19 nánar hér https://www.covid.is/undirflokkar/ad-fordast-smit.
Við hlökkum til að hefja skólastarf aftur og höldum áfram að standa saman gegn þessari veiru.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is