Nemendum líður vel í Hraunvallaskóla


15.2.2019

Það er gaman að segja frá því að samkvæmt niðurstöðum mælinga í Skólapúlsinum þá líður nemendum vel í Hraunvallaskóla. Einelti mælist marktækt undir landsmeðaltali og samband nemenda og kennara er traust og gott.  Niðurstöður eru almennt mjög jákvæðar og marktækur jákvæður munur er á eftirfarandi matsþáttum:

  • Þrautseigja í námi
  • Trú á eigin vinnubrögð í námi
  • Trú á eigin námsgetu
  • Sjálfsálit
  • Stjórn á eigin lífi
  • Einelti
  • Samsvörun við nemendahópinn
  • Samband nemenda við kennara

Nemendur upplifa einnig að þeir séu virkir í tímum, þeim líður vel, borða hollt og finnst vera agi í kennslustundum. Það sem mælist undir meðaltali (ekki marktækur munur) er ánægja af lestri og náttúrufræði.

Hér má sjá samanburð á niðurstöðum mælinga frá því í október og janúar.

Skýringar: Hátt gildi á kvarða sýnir að viðkomandi þáttur er sterkt einkenni nemenda í skólanum. Sem viðmiðunarregla er munur á staðalníukvarða uppá 0,5 stig ekki mikill munur, munur uppá 1,0 stig telst töluverður munur og munur uppá 1,5 stig og meira telst mikill munur. Túlkun á mikilvægi munarins fer eftir efni og dreifingu hvers matsþáttar fyrir sig.

Folsku-rollurnar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is