• Mynd-3_1591201204823

Framundan í október

Október

30.9.2020

Í októbermánuði er margt að gerast hjá okkur í Hraunvallaskóla. Fyrstu tvær vikurnar þ.e. 5.-16. okt. verður okkar árlega „Gulldrekalottó“ þar sem nemendur geta fengið gulldreka fyrir að fylgja eftir SMT reglum skólans. 

Við erum að prófa þá nýjung að vera með tæknidaga í öllum deildum. Á þessum dögum fá nemendur að prófa hin ýmsu tæki sem skólinn á. Einnig verður tæknin samþætt í hinum ýmsu verkefnum og faggreinum. Hver deild fær ákveðna daga til notkunar þannig að flestir fái að njóta sín. Miðdeild hefur dagana 5.-9. okt., yngri deild 12.-16. okt. og unglingadeildin 19. og 20. okt.

Samtalsdagur okkar verður með breyttu sniði vegna Covid-19 eins og áður hefur komið fram.Nemendur koma ekki í skólann á samtalsdaginn þ.e. fimmtudaginn 8. okt. en Hraunsel er opið frá kl. 08:00-17:00 fyrir þá sem eru með daglega vistun þar. Búið er að opna fyrir skráningu í gegnum „Völu“. Vikan 5.-9. okt. verður notuð undir samtöl hvort sem þau verða á rafrænu formi eða í símtali. Okkur þykir leitt að fá ekki að sjá ykkur öll en við verðum að bera ábyrgð þar sem við erum öll almannavarnir. Gangi ykkur vel í samtölunum.

Miðvikudagurinn 21. október er skertur dagur og eru nemendur í unglingadeild til kl. 10:35, nemendur í yngri deild til kl. 11:00 og nemendur í miðdeild til kl. 11:10 í skólanum. Daginn ætlum við að tengja við umferðarfræðsluverkefnið okkar og hafa þema dagsins „Vakning um umferðaröryggi“. Hraunsel er opið frá skólalokum til kl. 17:00 fyrir þá sem eru með daglega vistun þar. Búið er að opna fyrir skráningar í gegnum „Völu“.

Dagana 22. og 23. okt. er vetrarfrí og er Hraunsel lokað þá daga.

Mánudaginn 26. okt. er skipulagsdagur. Þá eru nemendur í fríi en Hraunsel er opið fyrir alla nemendur í 1.-4. bekk. Skráning er í Hraunsel fyrir þá sem eru með daglega vistun, búið er að opna fyrir skráningar í gegnum „Völu. Þeir nemendur sem ekki eru með daglega vistun í Hraunseli geta sent tölvupóst á unabjork@hraunvallaskoli.is og óskað eftir vistun á þessum degi. Sá vistunartími er frá kl. 08:00-13:20. Nánari póstur um hvenær skráning hefst hjá þeim sem ekki eru með daglega vistun í Hraunseli og hvaða upplýsingar þurfa að fylgja verður sendur út þegar nær dregur.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is