Páskamyndasamkeppni í Hraunvallaskóla

3.4.2020

Í þessari síðustu viku fyrir páska fór fram teiknimyndasamkeppni hér í Hraunvallaskóla. Lagt var upp með að nemendur teiknuðu sína útgáfu af Picasso páskakanínu og skiluðu myndinni rafrænt til umsjónarkennara. Dómari valdi 8 bestu myndirnar úr hverri deild í undanúrslit og nemendur kusu rafrænt á milli þeirra. Þátttaka var mjög góð og barst fjöldinn allur af fallegum myndum í keppnina í öllum deildum. Eftir netkostningu stóðu eftirfarandi listamenn uppi sem sigurvegarar:

Í yngri deild : Magnús Logi í 2. Kötlu

Í miðdeild: Viktor Már í 6. Grímsey

Í unglingadeild: Elín Klara í 10. KJ

Við óskum vinningshöfunum til hamingju og þökkum öllum þátttakendum fyrir frábæra keppni.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is