Skipulagsdagur

26.2.2018

Skipulagsdagur kennara var meðal annars notaður, fyrri hluta dags, til að heimsækja aðra skóla, sjá hvernig þeir eru að vinna og hvað við getum lært af þeim. Þar sem skólar í Hafnarfirði eru allir með skipulagsdag á sama tíma sækjum við í önnur bæjarfélög. Að þessu sinni fóru kennarar í heimsókn í eftirfarandi skóla:
Norðlingaskóli - yngri deild
Salaskóli - miðdeild
Langholtsskóli - unglingadeild
Einnig fóru sérkennarar í heimsókn í skóla sem þeir töldu að hefði eitthvað fram að færa fyrir þá og má þar nefna Árbæjarskóla og Fossvogsskóla. Á sama tíma var námskeið fyrir almennt starfsfólk skólans - seinni parturinn fór svo allur í skipulagningu enda af nógu að taka í stórum skóla :)


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is